20.11.2022 | 19:45
Er eðlilegt að mygla sé í 24 skólum í Reykjavík?
Október 2022
Alls hefur fundist mygla í 24 grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru 14 leikskólar og 10 grunnskólar. Þá hafa fimm skólar þurft að flytja starfsemi sína annað og fljótlega bætast tveir við.
Flest eru myglutilfellin í Laugardalnum, alls sjö. Þá eru slíkar skemmdir í fimm skólum í Vesturbæ, fjórum í Háleitis- og Bústaðahverfi og fjórum í Árbæ og Norðlingaholti. Loks eru þrír skólar í Miðborg og einn í Breiðholti.
Þetta kemur fram í samantekt frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um staðfest tilfelli myglu í grunn- og leikskólum borgarinnar.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/10/20/mygla_i_24_skolum_i_reykjavik/
Það má ekki líta svo á að þetta vandamál sé einskorðað við höfuðborgasvæðið, öðru nær, það herjar á byggingar um land allt.
Hvers vegna eru þessi vandamál lítt þekkt í hundrað ára gömlum innfluttum húsum? Hús sem voru með lélega einangrun og ekki alltof þétt.
Er það einmitt málið, það er ekki verið að vinna með efnin í húsunum né veðurfar. Það er verið að fylgja tískustraumum í meðferð byggingarefna, sem ekki er komin næg reynsla á miðað við íslenskt veðurfar.
Flöt þök hafa oftar verið til vandræða en ris. Það er samt verið að byggja skip og flugvélar, sem sem halda vatni og því ætti að vera þekking til staðar að byggja hús sem ekki leka. Auðvita er sú þekking til og því oftast um handvömm að ræða þegar hús leka og mygla, annað hvort í hönnun eða frágangi og stundum í hvorutveggju.
Þegar einhver kaupir hlut, sem ekki stenst uppgefna staðla, er varan gölluð og einver verður að sæta ábyrgð.
Þegar kemur að byggingum vantar ekki reglugerðir, kröfur og eftirlit, sem kaupandi borgar ríflega fyrir. Sumar byggingar samtímans endast svipað og torfbæir forfeðra okkar, sem ekki þurftu byggingarleyfi, arkitekta-, burðarþols- og lagnateikningar. Þeir þurftu ekki meistara að öllum stigum byggingarinnar, byggingastjóra né heilan hóp af opinberum eftirlitsglópum á meðan á verki stóð né grúppu af slíkum að verki loknu, til að óhætt mætti telja fyrir einhverja lifandi sál að taka sér bólfestu í því nýbyggðu húsi.
Hvað veldur.
Einhverjir eru ekki að vinna vinnuna sína
Hver er samnefnarinn?
Skólarnir sem útskrifa arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga og iðnaðarmenn.
Hver er ábyrgur?
Kerfið er búið að koma keðju ábyrgðarinnar þannig fyrir, að það virðist ekki nokkur séns að benda á þá sem bera ábyrgð á göllum bygginga. Þar getur hver og einn ávallt bent á einhvern annan og fljótlega fennir þar að auki í slóðina. Eina leiðin er að minnka umfang sérfræðinnar og fækka sérfræðingunum og koma því inn í tryggingarnar að þær bæti skaða kaupenda og tryggingafélögin sækja svo á þá sem verða uppvísir að handvömm. Allir sem eru að selja vinnu sína er gert að sýna fram á að þeir séu með gildar tryggingar. Fljótlega mundi hismið verða skilið frá kjarnanum, hönnuðir og verktakar gætu ekki skreytt sig með tryggingum og fréttum mundu stórlega fækka í framhaldinu, um leka og myglu í hýbílum og opinberum byggingum.
Þeir sem ekki standa sig, verði gert að sæta þess að endurmennta sig hjá viðurkenndum þekkingarbanka hvernig koma eigi í veg fyrir raka- og mygluskemmdir. Skólar sem verða uppvísir að útskrifa lélegt fagfólk í byggingariðnaði, - missi leyfi til útskrifta.
Það er ekki í boði að setja á markað lélega "vöru" á fullu verði. Það eru klárlega vörusvik.
- O - O - O - O -
Fljótlega verður á þessari síðu, fjallað um ótrúlega sóun fjármuna vegna opinberra framkvæmda ríkisins jafnt og sveitarfélaga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Það hljóta að vera hönnuðir bygginga er bera ábyrgð en því miður eru þeir aldrei dregnir til ábyrgðar á mistökum sínum,flöt þök eiga ekki heima á Íslandi það sýnir reynslan.Mér finnst byggingarstjórar einnig þurfa að hysja upp sig brækurnar,en fyrst og fremst eru hönnuðir ábyrgðaraðilarnir.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 21.11.2022 kl. 09:15
Það er nú reyndar þannig Pelli, að byggingastjórar verða að kaupa tryggingu hjá tryggingafélagi áður en framkvæmdir eru hafnar, og þannig hefur það verið alla þessa öld.
Magnús Sigurðsson, 21.11.2022 kl. 16:23
Sæll Sigurgeir. Takk fyrir innlitið. Það er veruleg brotalöm í ábyrgðinni, en fullt skotleyfi margra á kaupandann vegna vinnu við húsbyggingar. Þar vantar að vinda ofan af því rugli sem stjórnvöld er búin að vinda upp í óskiljanlegt flækjustig.
Benedikt V. Warén, 21.11.2022 kl. 17:22
Magnús minn, þetta virkar ekki nema stutta stund og þá helst ef eina hlið vantar í húsið, sem þó átti þar að vera samkvæmt teikningu.
Í blokkinni minni var á byggingatímanum gerð athugasemd við að það vantaði brunarör (brunastamma)í sameign með stúta á hverri hæð til að tengja slöngu við. Rörið á að enda úti með tengingu við dælubúnað slökkviliðsins.
Í stuttu máli. Ekkert var gert, verkið var tekið út af byggingafulltrúa. Grunlausir kaupendur áttuðu sig ekki á svikunum fyrr en síðar og vildu láta verktakann klára verkið.
Verktakinn varð gjaldþrota.
Byggingastjórinn bar einungis ábyrgð á meðan á verkinu stóð.
Hönnuðurinn svaraði ekki fyrirspurn og ekki finnast teikningar af brunarörinu.
Byggafulltrúinn er hættur og bæjarfélagið telur sig enga ábyrgð bera.
Nú liggur fyrir að eigendur þurfi að láta klára verkið á eigin kostnað. Svona virkar þess trygging í raun.
Benedikt V. Warén, 21.11.2022 kl. 17:41
Pelli, hefur þér aldrei dottið nema ein ástæða í hug fyrir því hvers vegna blokkin hefur alltaf verið sögð á grafarbakkanum?
Þar að auki er bæjarfélagið ekki til lengur þú og fleiri sáu meðal annarra til þess, -grunar mig.
Magnús Sigurðsson, 21.11.2022 kl. 18:30
Sæll Magnús. Nú ert þú of háfleygur fyrir mig.
Bæjarfélagið ekki til lengur...?!?
Er ekki rétt að þú dragir gardínurnar frá í Útgarði áður en þú hrapar að þessum ályktunum. Ég sé bæjarfélagið út um gluggann í Hamragerði, þrátt fyrir vaxandi gróður, meira að segja báðar blokkirnar í Útgarði.
Sameining eða ekki kemur málinu ekki rass... við. Við erum að greiða fyrir ákveðna þjónustu og ættum að njóta hennar. Við að sameinast fylgja kostir og gallar, en ábyrgð gagnvart íbúum er ekki kosin burt frekan en ábyrgð íbúanna gagnvart samfélaginu.
Kveðja. P
Benedikt V. Warén, 22.11.2022 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.