29.8.2022 | 09:51
Hvorki fag- né efnahagsleg sjónarmið mæla með Sauðárkróki
Þessi umræða átti sér stað á árunum 1980-1990. Síðan þá hefur ekkert átt sér stað sem bætir stöðu Sauðárkróks.
- Innanlandsflug er aflagt á Sauðárkróki.
- Kostnaður á millilandaflugvelli er varða flugvernd eru stjarnfræðilegur.
- Mannskap þarf að ráða með ærnum kostnaði sem litlu skilar til baka.
- Tveir varaflugvellir yrðu staðsettir á til þess að gera líku veðursvæði, þ.e. á Akureyri og Sauðárkróki.
Þá er vert að skoða veðurfar á Sauðárkróki þegar flug hefur orðið að hverfa frá Keflavík og hvar það hefur verið best á sama tíma. Þá er það ekki stærðin sem skiptir máli heldur veðurfarsleg gæði.
Hvað gerist við hnattræna hlýnun þar sem spáð er hækkun sjávar um nokkra metra?
Hver verður staða flugvalla, sem nú eru við sjávarmál í fullum rekstri?
Er á það bætandi?
Það er magnað að verða ítrekað upplýstur um hundruðir milljarða í flugvelli víðsvegar um land, þegar ekki finnast fimmtíu milljónir í að malbika bílastæði á Egilsstaðaflugvelli, sem ekki er einungis varaflugvöllur, heldur flugvöllur í fullum rekstri bæði fyrir innanlands- og millilandaflug.
Fagleg rök mæla með Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Athugasemdir
Hugmyndir um að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók verði varavöllur fyrir aðra velli landsins þar sem millilandaflug gæti farið um eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir fjórum árum lagði Bjarni Jónsson, þingmaður VG, fram á Alþingi fyrirspurn um hvaða fjárfestingar þyrfti svo Alexandersvöllur gæti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki gætu lent á öðrum flugvöllum landsins. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, þá samgönguráðherra, kom fram að fjárfestingin sem til þyrfti vegna þessa gæti verið á bilinu 4-5 milljarðar króna.
mbl. 30.8.2022 bls. 11 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Benedikt V. Warén, 31.8.2022 kl. 12:56
Margt þyrfti til, svo sem að leggja nýtt malbik á flugbrautirnar, setja upp ný lendingar- og aðflugsljós og endurnýja fjarskiptakerfi flugvallarins. Einnig þyrfti að gera ýmsar ráðstafanir fyrir toll- og landamæravörslu en miklar og stífar öryggiskröfur eru gerðar á og í kringum millilandaflugvelli. Sömuleiðis þyrfti að koma upp á flugvellinum öflugu slökkviliði og snjómoksturssveit. Þá greindi ráðherrann frá því í svarinu, sem er sem fyrr segir frá 2018, að árlegur rekstrarkostnaður millilandaflugvallar væri á bilinu 400-600 m.kr. á ári. Á núvirði eru það 740 m.kr. Fyrrgreindur kostnaður við uppbyggingu á verðlagi dagsins í dag væri þá liðlega sex milljarðar króna.
mbl. 30.8.2022 bls. 11 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Benedikt V. Warén, 31.8.2022 kl. 12:57
„Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur þjóna mikilvægu hlutverki sem innanlandsflugvellir. Vegna þess hlutverks og með tilliti til öryggissjónarmiða og til að tryggja flugsamgöngur til landsins voru þeir einnig byggðir upp sem varaflugvellir fyrir millilandaflug. Ekki hefur verið talin brýn þörf á að fjölga slíkum flugvöllum,“ sagði í svari ráðherrans. Þess má geta að Bjarni Jónsson vinnur nú að þingsályktunartillögu um eflingu flugvallarins nyrðra og hyggst leggja hana fram á Alþingi innan tíðar.
mbl. 30.8.2022 bls. 11 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Benedikt V. Warén, 31.8.2022 kl. 12:58
Alexandersflugvöllur var einnig til umfjöllunar á Alþingi á síðasta ári. Þá skilaði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna inn umsögn um málið og sagði að vissulega væri satt og rétt að flugvöllurinn við Sauðárkrók væri vel staðsettur með tilliti til veðurs og vinda. Hins vegar væri verðugra að gera fyrr á stigum endurbætur á öðrum varaflugvöllum, á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík, áður en ný lönd væru numin. „Að öllu samanlögðu mælum við með því að uppbyggingu Alexandersflugvallar verði frestað þangað til raunhæft tilefni skapast og stjórnvöld hafa náð utan um þann alvarlega vanda sem er til staðar á þeim flugvöllum sem nú þegar eru í reglubundinni notkun,“ segir í umsögn sem Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar FÍA, skrifaði.
mbl. 30.8.2022 bls. 11 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Benedikt V. Warén, 31.8.2022 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.