Er offramboð á löglærðu fólki á ofurlaunum með 50% framlegð?

Í hverju dómsmáli takast á tveir (eða fleiri) lögfræðingar. Mál vinnast eða tapast, eftir hver á í hlut.

Sá lögfræðingur sem tapar máli fær þrátt fyrir það að fullu greitt fyrir sitt framlag þó framlegðin sé 0%.

Sá sem vinnur er þar af leiðandi með fullt hús eða 100%.

Samkvæmt eðlilegum reikniskilum og viðurkenndum aðferðum er helmingurinn af 100 ekki nema 50.

Svo virðist sem að í sumum stéttum líðist að hálfdrættingar séu með ofurlaun, sem ætti að þykja umhugsunarvert hjá öðrum stéttum, sem eru með umtals meiri framlegð og hafa jafnframt minni tíma að skruna um alnetið.


mbl.is Vararíkissaksóknari áminntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vinnan við að flytja dómsmál er sú sama hvort sem það vinnst eða tapast. Framlegðin er úrlausn ágreinings, sem á sér stað óháð því hvor aðilinn vinnur og hvor tapar. Það þarf tvo til.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2022 kl. 17:38

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur.

Þetta er sjónarmið og matsatriði.  Ég get lofað þér því, að lögfræðingur sem fer á klassa veitingastað og fær óæta nautasteik, hann stendur upp og fer án þess að borga.  Kokkurinn er samt búinn að leggja vinnu í að elda, þjónninn að bera fram, slátrarinn að vinna sína vinnu og bóndinn að fóðra skepnuna í langan tíma.

Hver er grundvallar munurinn? Allir eru búnir að leggja sig fram með slökum árangri. Sumir fá borgað en aðrir ekki.

Benedikt V. Warén, 26.8.2022 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grundvallar munurinn er sá að lögmaður þess sem tapar máli getur samt alveg verið búinn að leggja jafn mikla og vandaða vinnu í verkið eins og lögmaður þess sem vann, jafnvel meiri. Ég hef sjálfur persónulega reynslu af því að vinna við mál þar sem þurfti að henda reiður á yfir hundrað blaðsíðum af málsgögnum og gera grein fyrir þeim skriflega og í ræðu. Lögmaður gagnaðila mætti svo með einblöðung sem hann hefði getað skrifað fyrir hádegi, talaði í korter og vann málið. Það er því ekki svo að niðurstaða máls sé einhverskonar mælikvarði á vinnuna sem býr að baki.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2022 kl. 19:01

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Viðbrögð almennings við þessari bylgju ofstækis er að reyna fara í hina áttina

Svíþjóðardemókratar með næst mest fylgi (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 26.8.2022 kl. 19:25

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur, lá málið þitt ekki bara ljóst fyrir? Varst þú ekki með tapað mál og lagðir mikla vinnu í að leita að nál í heystakk?

Eins og ég nefndi fyrr. Hver er munurinn á vinnu löglærðs einstaklings og annarra? Vinnuframlagið er til staðar og í báðum tilfellum en aðrir þættir skekkja myndina.

Eiga bara sumir að fá fullt endurgjald fyrir sína vinnu en aðrir ekki?

Benedikt V. Warén, 27.8.2022 kl. 10:41

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Grímur. Takk fyrir innlitið.

Vandamálið eru öfgarnir, ekki bara í veðrinu, heldur og ekki síður á samfélagsmiðlunum það sem öfgarnir ríða röftum og samsæriskenningar lifa sínu sjálfstæða lífi og bergmálar um allt netið gagnrýnislaust.

Það er því miður ekkert nýtt. Mannkynssagan er uppfull af allskonar hjarðhegðun oft byggða á misskilningi, ómerkilegheitum eða lýgi.

Benedikt V. Warén, 27.8.2022 kl. 10:53

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Benedikt. Nei ég var sko alls ekki með tapað mál. Sóknaraðili færði ekki fram nein sönnunargögn fyrir kröfum sínum en samt gleyptu dómstólar við málatilbúnaðinum.

Það var samt ekki punkturinn hjá mér, heldur hvað lögmaður gagnaðila þurfti að hafa lítið fyrir málinu, en hann sendi sínum umbjóðanda samt örugglega fullan reikning.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2022 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband