23.3.2022 | 10:15
Hvar er friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna?
Á síðu Félags Sameinuðu þjóðanna UNA ICELAND má lesa eftirfarandi:
Einn megintilgangur Sameinuðu þjóðanna er að standa vörð um heimsfriðinn. Stofnsáttmálinn gerir þá kröfu til hvers aðildarríkis að það leitist við að jafna deilur og ágreining eftir friðsamlegum leiðum og forðist hótanir og valdbeitingu í garð annarra ríkja.
Í áranna rás hafa Sameinuðu þjóðirnar gegnt lykilhlutverki við að afstýra hættuástandi í heiminum og leysa langvarandi átök og deilur. Þær hafa stýrt flóknum aðgerðum á borð við friðarumleitanir, friðargæslu og mannúðaraðstoð. Samtökin hafa unnið að því að koma í veg fyrir að átök brjótist út. Í kjölfar átaka hafa þau í æ ríkara mæli reynt að ráðast að rótum styrjalda og leggja grunn að varanlegum friði.
Afskipti Sameinuðu þjóðanna hafa skilað stórkostlegum árangri. Samtökin áttu þátt í að leysa Kúbudeiluna 1962 og deilur Araba og Ísraelsmanna 1973. Árið 1988 urðu friðarsamningar, sem komust á fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, til þess að endi var bundinn á stríðið milli Írana og Íraka. Árið 1989 leiddu samningaviðræður á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að sovéskar hersveitir voru kvaddar heim frá Afganistan.
https://www.un.is/stadreyndir/fridarstarf/
Hver er staðan nú hjá SÞ þegar óöld í boði Pútín í Úkraínu ógnar heimsfriðnum?
Er eitthvað í gangi hjá SÞ?
Getur einhver upplýst um það?
Sókn Pútíns er föst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Athugasemdir
Ætli að það sé ekki þannig að ef að friðargæslulið SAMEINUÐUÞJÓÐANA eigi að fara af stað það þá þurfi allar þjóðir ÖRYGGISRÁÐSINS að samþykkja þá vegferð; og þar með talið rússarnir; sem ða myndu varla samþykkja herför SAMEINUÐUÞJÓÐANA gegn sjálfum sér.
Jón Þórhallsson, 23.3.2022 kl. 11:37
Sæll Jón.
Trúlega er þetta rétt mat hjá þér. Þá spyr maður, er SÞ að reyna að miðla málum?
Benedikt V. Warén, 23.3.2022 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.