Er MDE með hraðþjónustu?

Það bregður þá nýrra við.  Gott ef niðustaða verður komin að fjórum árum liðnum.

Á þá að kjósa í NV-kjördæmi?

Ef þarf að víxla stólum, eiga þeir sem þar kunna að sitja, að endurgreiða launin til þeirra sem teljast rétt kjörnir?

Verða öll lög næsta þings ómerk?

Eina lausnin, sem er marktæk núna úr því sem komið er, er að senda kjörna fulltrúa heim launalaust og forseti lýðveldisins skipar starfsstjórn.

það er eini löglegi leikurinn í stöðunni, að mínu mati.

Auglýsa þarf nýjan kjördag með tilskyldum fyrirvara í vor og kjósa upp á nýtt í landinu öllu og fara að þeim loknum í stjórnarmyndunarviðræðurnar.

Ella verður enginn friður á landinu, vegna þess að þeir sem ekki fengu það sem þeir vildu, setja eigin hag ofar hag landsmanna.

Þannig met ég stöðuna.

 


mbl.is Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

MDE getur aðeins skorið úr um hvort brotið hafi verið gegn MSE (sem er óhjákvæmilegt) en hefur ekki vald til að fyrirskipa nýjar kosningar.

Dómur MDE getur ekki orðið bindandi að landsrétti og getur því ekki leitt til ómerkingar laga sem Alþingi mun setja.

Aftur á móti mun slíkur dómur þýða að samþykkja verði breytingu á 48. gr. stjórnarskrár fyrir og eftir næstu kosningar.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2021 kl. 23:15

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hlýtur að meina 46. greinina, Guðmundur. Hvað leggur þú til að komi í staðinn? Er ekki einfaldara að breyta kosningalögunum, að þar verði gert skýrara hvernig farið skuli með svona mál. Vandi undirbúningsnefndarinnar virðist fyrst og fremst liggja í því hvað kosningalögin eru óskýr og skorta ákvæði. Því verður persónulegt mat nefndarmanna að ráða að stórum hluta.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2021 kl. 16:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll, að sjálfsögðu átti ég við 46. gr., þessi innsláttarvilla er vonandi afsakanleg.

Ákvæði stjórnarskrár ganga framar almennum lögum sem mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, þannig að úr þessum ágalla verður ekki bætt nema með stjórnarskrárbreytingu.

Ég hef ekki fullmótaða tillögu um hvað eigi þá að koma í staðinn, en það er alveg ljóst að fela verður einhverjum öðrum en Alþingi sjálfu að skera úr um lögmæti kosninga.

Spurningin er þá hver ætti að hafa það hlutverk að úrskurða um kosningakærur? Það gæti t.d. verið sérdómstóll, úrskurðarnefnd eða eitthvað slíkt óháð og fjölskipað apparat.

Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að þykjast hafa "bestu" lausnina, heldur er ég aðeins að benda á að hana þarf að finna og gera slíka breytingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2021 kl. 16:53

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega þarf að laga þetta Guðmundur. Einnig þarf að skoða hvort eðlilegt er að uppkosning fari fram í einu kjördæmi, hvort ekki væri betra að kjósa á landsvísu þegar til uppkosninga kemur.

Vart verður trúað öðru en að Alþingi skoði þetta mál og bæti til framtíðar, þó núverandi klúður verði afgreitt í samræmi við gildandi lög. Með enn meira klúðri.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2021 kl. 22:04

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Takk fyrir fróðlegar pælingar félagar.

Ég held að litið þurfi að gera til að þetta komi ekki fyrir aftur, umræðan um þetta klúður er næg til þess að hræða menn til að vanda sig í meðferð kjörgagna í framtíðindinni. Það eina sem þarf að bæta inn í, eru viðurlög ef kjörstjórn verður uppvís að því að vera með sína prívat útfærslu á meðhöndlun kjörgagna.

Spurning um að setja núna inn bráðabyrgðalög um að þau fimm fræknu, sem missa sætin, fái öll þingmannstitil með þeim annmörkum þó að vera með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðsrétt.

Er ekki fordæmi um slíkt er varða ráðherra, sem ekki eru kjörnir?

Það má öllum vera ljóst að sama hvað verður gert úr þessu, mun það skapa úlfúð, leiðindi og kostnað.

Benedikt V. Warén, 22.11.2021 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband