6.11.2021 | 20:32
Egilsstaðaflugvöllur: Starfstöð fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar
Austurland er lengst frá bestu sjúkrahúsum landsins, en til þess að gera stutt frá siglingaleiðum frakt- og farþegaskipa til og frá landinu. Norræna kemur vikulega til Seyðisfjarðar. Allt flug frá Evrópu til Íslands er út af Austurlandi. Oft hefur verið bent á að sjúkraflug með þyrlum sé ekki heppilegt um langan veg, en til björgunaraðgerða á slysstað er ekki til betri tækni en þyrlur. Þá er frábært að koma slösuðum frá vettvangi slysa á næsta byggða ból til aðhlynningar og þaðan á hraðfleygum flugvélum á viðeigandi stofnun, oftast sjúkrahús í Reykjavík.
Á Austurlandi er búið að hagræða svo í heilsugeiranum að til óheilla horfir og nánast ekki hægt að tala um neina bráðaþjónustu í fjórðungnum, sem stendur undir því nafni. Nokkur dæmi er hægt að nefna, þar sem bjarga hefði mátt mannslífum, ef þyrla hefði verið staðsett á Egilsstaðaflugvelli.
Rökstuðningur um að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum var sett fram í Morgunblaðinu 3.3.2008 og er enn í fullu gildi. Ekkert hefur þokast í lausn á þessu máli og ekki verður lengur unað við að þumbast við eins og staðið hross.
Við viljum starfsstöð fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar á Egilsstöðum, - STRAX.
https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/
Freyja fékk góðar móttökur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.