Akureyri 2026. Verður lausaganga músa bönnuð?

Innlent | mbl | þriðjudagur 3.11.2026 | 14:50

Ljóst er að árið 2025 hefur verið Akureyringum þungt í skauti, en í dag er eitt ár frá því að lausaganga katta tók gildi, en það var samþykkt síðla árs 2021 af bæjarstjórninni.  Engu er líkara en músafaraldur hafi stungið sér niður í bænum og ekki er þverfótað fyrir haga- og húsamúsum um allan bæ.  Mýsnar skriða inn um allar rifur og taka yfir öll rými í bænum, þar sem kettir eru ekki á heimilinu. 

Meindýraeyðar vita ekki sitt rjúkandi ráð.  Matvæli í verslunum bera þess glögg vitni að þar hafa nagdýrin farið um og nartað í flest það sem er á boðstólunum.  Ekki geta þau tekið einn ávöxt eða einn kexpakka og étið hann upp til agna.  Nei aldeilis ekki, þessi kvikindi þurfa að smakka á öllu, eins og það sé einhver munur á innihaldi þegar um sömu vöru er að ræða.  Dömubinda pakkar eru kjörnir fyrir hreiðurgerð músa og í stað túrtappa var mús rétt lent í blóðugum aðstæðum, en gat forðað sér á ögurstundu.

Ekki er þá öll sagan sögð, því verslanir sem selja föt eru eingöngu með götóttum flíkum og í vefnaðarvöruverslunum hafa mýs byggt sér fjölbýlis-  og raðhús inn um alla efnastrangana fulla af hoppandi, skríkjandi og skoppandi músaungum. Svo tók steininn úr þegar kartöflumús lá útglennt á diski bæjarstjóra í hádeginu í gær.   

Fuglar flögra einnig um allt í stórum flokkum og eru að langt komnir að skíta bæinn í kaf.  Fólk lætur ekki bjóða sér þetta ástand lengur og er að flýja bæinn umvörpum vegna ástandsins. 

15:50 Fréttin hefur verið uppfærð:

Nú stendur yfir neyðarfundar bæjarstjórinnar um hvort setja á bann við lausagöngu músa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband