3.11.2021 | 18:57
Nauðsynleg mannvirki og staðsetning þeirra
Allir er hafa á hreinu hvar stórskipahöfnum er best fyrir komið þ.e. við sjávarströnd.
Flestir eru sammála að brýr eiga að vera þar sem þær eru best staðsettar vegna umferðar og í þjóðvegakerfinu.
Margir skilja það að, flugvöllum er best fyrir komið þar sem há fjöll eru ekki áhættuþáttur í aðflugi og/eða fráflugi viðkomandi flugvallar.
Sumir skilja það, að sjúkrahúsum er best fyrir komið þar sem margir búa og samgöngur eru greiðar til og frá sjúkrahúsinu.
Fáir skilja að það er ekki endilega best að hnoða hlutum í heimabyggð, þegar annar staður hentar heildinni vel og fjármagn nýtist betur.
Og enginn skilur hvað ég er að fara með þessari færslu, - eða hvað
En svona er lífið dásamlegt og margt skrítið í kýrhausnum.
Tvö tilboð bárust vegna Akureyrarflugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heldurðu að það eigi að fara að kjósa aftur Pelli?
Magnús Sigurðsson, 3.11.2021 kl. 19:50
Hver veit?
Hver er þín skoðun Magnús?
Benedikt V. Warén, 3.11.2021 kl. 20:20
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef að gera við stórskipahöfn.
Ég vil alls ekki hafa umferð um hlaðið hjá mér.
Enn síður vil ég hafa flugumferð yfir hausnum á mér.
Sjúkrahús eru lífshættuleg.
Ég vil þar af leiðandi ekki að þessu verði öllu saman hrúgað yfir mig.
Frekar vil ég njóta friðarins með kýrhausnum, -er eiginlega orðinn hundleiður á steypunni.
Magnús Sigurðsson, 3.11.2021 kl. 20:53
Hva...!? Magnús, ertu að fara að flytja út í Kolbeinsey? Þar ríkir kyrrð og friður frá öllu sem þú nefnir.
Kýrhausnum ætti svo sem að vera sama, - ef hann er uppstoppaður.
Benedikt V. Warén, 3.11.2021 kl. 21:17
Eru búið að fara með steypuhrærivél út í Kolbeinsey? -man ekki betur.
Magnús Sigurðsson, 3.11.2021 kl. 21:31
Það er búið að steypa í Kolbeinsey Magnús en hrært í varð- eða vitaskipi laust eftir miðbik síðustu aldar og flutt í eyna með þyrlu.
Það er best fyrir þig að fá málin á steypukögglinum og smíða hús miðað við það og láta það síga niður á pallinn úr þyrlu.
Þú verður að því loknu titlaður Héraðsstjórinn í Kolbeinsey.
Benedikt V. Warén, 4.11.2021 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.