Trúarbragðastríðið um nýja stjórnarskrá

Merkilegur er málflutningur þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá, - strax.  Ekki einasta hvað það fer mikið í taugarnar á þeim að sú gamla sé þýdd og staðfærð að íslenskum veruleika úr dönsku, heldur tala þeir niður Stjórnarskrána án þess að vita um innihald hennar að neinu marki.

Ekki síst er það magnað, að sama grúppan er alveg föst á því að taka upp allar greinar, sem frá ESB koma, og þýða þær beint án þess að nokkur velti fyrir sér hve margar greinar þaðan eiga illa við okkar samfélag, - sumar bara alls ekki.

Að skýla sér á bakvið samþykktir stjórnlagaráðs, sem stofnað var til undir skuggalegum formerkjum og öll vinnubrögð þess í takt við það.  En náttúrulega var það bara enn eitt ruglið í samfélaginu.  Svona klúbbur getur ályktað út og suður án þess að það hafi aðrar afleiðingar en að vera vettvangur skoðanaskipta.  Það er hins vegar athyglivert að gefa sér það að Alþingi beri að taka þetta fyrir og nýti sem nýja stjórnarskrá.  Af sinni sérstöku hógværð telur þessi klúbbur sig vera fulltrúa meirihluta þjóðarinnar.  Það jafnast fátt á við slíkt lítillæti.

Þessi klúbbur skirrist ekki við að nota blekkingar og beinlínis lygar við að koma sínu á framfæri og svo kyrjar söfnuðurinn í kór og lítur á skoðun sína sem heilagan sannleik. 

 Þetta eru trúarbrögð, hver nýta sér heimatilbúna útfærslu á sannleikanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Benidikt, en það kom allavega einu á hreint með þessa kosningu  um nýja stjórnarskrá og það var hvernið kosningin var gerð ógild bara sí svona! Eftir það hef ég hina mestu andúð á hæstarétti og dómskerfi landsins í heild.

Eyjólfur Jónsson, 25.9.2021 kl. 19:30

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Eyjólfur.

Því miður er ég ósammála þér.  Stjórnlagaþingið var eingöngu ofmetinn kjaftaklúbbur  sem hélt sjálfur að þeir færu með eitthvað alræðisvald, gott ef fulltrúar þess litu ekki svo á að það væri beint frá þeim sem öllu ræður.  

Þar að auki var hrokinn í nokkrum fulltrúum klúbbsins þannig að þeir litu á sig sem fulltrúa þjóðarinnar og Alþingi ætti hreint ekki að blanda sig í umræðuna og ættu að snautast til að samþykkja tillögurnar athugasemdalaust.  

Þannig upplifði ég yfirganginn og er því hjartanlega dómstólunum enda hafði klúbburinn enga stoð í lögum um framgang þessara mála og því ekki meira mark á klúbbnum takandi en einhverjum einstaklingi í Vesturbænum.

Benedikt V. Warén, 26.9.2021 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband