8.6.2021 | 11:29
Verndum Íslenska náttúru fyrir náttúruverndarsinnum
Náttúruverndarsinnar eiga mjög erfitt að beygja sig undir lög og reglur. Löngu eftir að búið er að samþykkja framkvæmd eru þeir að hóta að stöðva framkvæmdir og það löngu eftir að öllu lögformlegu ferli lýkur og jafnvel dæmi um að heimta að stöðva framkvæmdir löngu eftir að þær eru hafnar.
Sérkennilegast er upplifa það ítrekað að vatnsaflsvirkjanir eru útskúfaðar af þessum háværa minnihluta, þrátt fyrir að vera þær hreinustu sem völ er á. Sami hópurinn hengir sig á vindrellur, sem enga leið eiga með Íslenskum raunveruleika í stóra samhenginu. Ekki eingöngu valda þær yfirþyrmandi sjónmengun heldur hafa óafturkræf náttúrspjöll för með sér og auka CO2 gildið í náttúrunni, sem verður til við að flytja mikið hráefni og þungan búnað um langan veg, heldur henta þær mjög illa veðurfari Íslands vegna óstöðugs veðurfars.
Það er ógjörningur að ræða raforkuframleiðslu vatnsaflsstöðva á vitrænu plani við þetta fólk. Margar litlar virkjanir geta nýst til heimabrúks og við að framleiða orkugefandi efni á vinnuvélar svo sleppa megi því að flytja þann orkugjafa um langan veg. Bændur hafa margir hverjir góðar aðstæður til smávirkjana án þess að raska náttúrunni að neinu marki. Þeir geta framleitt sjálfir raforku á tæki og tól sín og dregið umtalsvert úr loftmengun.
Jafnvel stórar virkjanir eru að vinna að mestu með náttúruleg efni, a.m.k. er óumdeilt að vatnið er eitt það vist- og heilnæmasta efnið á jörðinni.
Flokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill, sammála hverju orði.....
Jóhann Elíasson, 9.6.2021 kl. 10:28
Takk fyrir Jóhann.
Nú er gleði á hverjum bæ, Hálendisfrumvarpið er dautt og grafið.
Benedikt V. Warén, 9.6.2021 kl. 13:46
Því miður skilst mér að það hafi verið að ræða "hálendisfrumvarpið" á Alþingi í dag. Þá er komin skýringin á því að dagskrá Alþingis var framlengd, það viðist eiga að "lauma" nokkrum málum í gegn og þar á meðal eru "stjórnarskrárbreytingar forsætisráðherra................
Jóhann Elíasson, 9.6.2021 kl. 16:59
Þar fór í verra.
Benedikt V. Warén, 9.6.2021 kl. 17:08
Síðustu fréttir frá Alþingi eru þær, að búið sé að SLÁ Hálendisfrumvarpið AF en nú sé lögð OFURÁHERSLA á stjórnarskrárbreytingarfrumvarp Forsætisráðherra........
Jóhann Elíasson, 9.6.2021 kl. 18:56
Treystum á Miðflokkinn að kjafta Katrínu í kaf.
Benedikt V. Warén, 9.6.2021 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.