Önnur fluggátt inn í landið ekki í sjónmáli.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að reyna að dreifa ferðamönnum um landið, m.a. með því að nýta ekki eingöngu Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að koma ferðamönnum inn í landið virðist fátt eitt í sjónmáli um aðrar lausnir.

Ljóst að stjórnun í innkomu ferðamanna eru enn í sama gamla farinu, sem jaðrar við náttúrulögmál.  Ekkert virðist geta hnikað þeirri skoðun ráðamanna á SV-horninu og samgönguráðherra virðist ekki hafa neina stjórn á verkefninu þrátt fyrir stór orð um að breytinga sé þörf. Ráðuneytið gaf út Hvítbók þar sem átti að taka á þessu máli, en einhver hafði komist í að lagfæra kaflann um þau mál.

Nýsameinað sveitarfélag Múlaþing sá ástæðu til að álykta um þessi mál.

Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega þeim áformum sem koma fram í Hvítbók um byggðamál um að aðgerð B.10. í núverandi áætlun, jöfnun á aðstöðumun á millilandaflugvöllum, falli þar út.

Byggðaráð Múlaþings lítur svo á að aðgerðinni sé ekki lokið og felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Hvar eru þingmenn NA-kjördæmis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband