27.5.2021 | 11:55
Einhver fer að nefna hlutina og aðrir apa eftir
Þetta er ekki einsdæmi á Íslandi. Einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingi finnst eitthvað vera rangt og gengur þá bara í verkið, óháð því hvort hann hefur umboð til þess eða ekki.
Heitið Lögurinn er seinni tíma nafn. Lagarfljótið hefur alltaf heitið Lagarfljótið þar til einhverjum datt það í hug að setja inn á landakort orðið Lögurinn, skilgreint svæði frá Lagarfljótsbrú inn að botni þar sem Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá renna saman í Lagarfljótið. Ég veit ekki til þess að heimamenn hafið verið spurðir.
Fagradalsbraut yfir Fagradal hefur haft þetta heiti frá upphafi. Á einhverjum tímapunkti virðist Vegagerð ríkisins hafa ákveðið að kalla veginn Norðfjarðaveg, án þess að hafa á bak við sig nokkrar samþykktir um nafnabreytinguna. Nú er þetta Þjóðvegur 1 og liggur ekki einu sinni til Norðfjarðar, nema sem afleggjari númer 92.
Svona gerast hlutirnir og festast í málinu ef menn halda ekki vöku sinni.
Nafnlausidalur er merkingarleysa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Moldavía ekki Moldova.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2021 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.