Til hamingju Austurland.

Nú er komið að því.  Sýnum hvað í okkur býr, látum samtakamáttinn birtast öllum landsmönnum og notum slagkraftinn til góðra verka.


mbl.is Sameining á Austurlandi samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Benedikt - sem jafnan, líka sem og aðrir gestir, þínir !

Lítð leggst nú fyrir Austfirðinga þá: sem ljáðu máls á kúgunaraðgerðum Sigurðar Inga Jóhannssonar og Aldísar Hafsteinsdóttur, með þessarri atkvæða greiðzlu, Benedikt minn.

Þau bæði - Sigurður Ingi og Aldís, eru einhverjar römmustu skóþurrkur Engeyinga glæpasamkundu Bjarna Benediktssonar og félaga hans, hinna ýmsu flokka á landsvísu - sem og í Sveitasjórnarmálunum:: ásamt því að vera dyggir áhangendur Orkupakka III óskapnaðrins t.d./ má raunar halda, að þeir Austfirðingar, sem léðu atkvæði sín þessu svikara- og spillingarliði suður í Reykjavík hafi mestmegnis verið með höfuð sín í sandinum, viðvíkjandi þá ESB afurð, undanfarin misseri - eða hvað ?

Þegar Stokkseyringar og Eyrbekkingar létu glepjazt: ásamt íbúum Sandvíkur hrepps hér syðra, til sameiningar við Selfyssinga árið 1998, var þeim lofað Gulli og grænum Skógum / líkt Þykkbæingum skömmu eftir síðustu aldamót, þá þeir runnu saman við Hellu og nágrenni, en þar:: í Rangárþingi, sem og vestan Þjórsárinnar sátu þorpsbúar eftir með sín sáru enni:: sú litla þjónusta, sem Stokkseyringar og Eyrbekkingar nutu, hvarf í svelg Selfyssinga / líka sem sú, sem í Þykkvabæjar þyrpingunni var að finna, hvarf skjótt upp að Hellu, svo dæmi séu tekin um dásamlega hagræðinguna, Benedikt.

Þarftu ekki aðeins - að fara að endurstilla þinn Kompás Benedikt minn, áður en þú tekur til við, að fegra frekar, sí- versnandi stjórnarhættina, hér á landi, ágæti drengur ?

Með kveðjum: þó þurrlegar séu að þessu sinni, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2019 kl. 00:07

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka þínar þurru kveðjur Óskar Helgi, sem eru kærkomnar eftir vætusama tíð undanfarið hér eystra.

Við Austfirðingar göngum glaðir mót hækkandi sól og þó nokkra óveðurshnoðra beri upp á hinn pólitíska himinn látum við það ekkert á okkur fá, né hrellir það okkur að þið sunnlendingar hafið látið plata ykkur í einhverjum tilfellum. Við lærum af mistökum, ekki bara okkar eigi heldur og ekki síður mistökum annarra.

Engar breytingar verða í bráð, er varða þjónustu og fækkun starfa. Þriggja manna heimastjórnar verða í hverjum kjarna og fá sitt hlutverk og nokkuð vald.

Síðast en ekki síst treysti ég á heiðarleika heimamanna og samstöðu og trúi því staðfastlega að hrepparígurinn verði þjóðaríþrótt, eins og glíman.  Treysti því jafnframt á að hugsað verði í hagsmunum heildarinnar en ekki fárra.

Bjartsýniskveðjur úr sameinuðu sveitarfélagi.

Benedikt V. Warén, 27.10.2019 kl. 01:24

3 identicon

Sæll á ný - Benedikt !

Ákjósanlegt væri: ætti bjartsýni þín sér einhverjar stoðir, í raunveruleikanum.

Íslenzkir stjórnmála- og embættismenn hafa nú ekki verið svo trúverðugir í málflutningi til þessa, að landsmenn færu að taka Gylliboðin neitt alvarlega, sem sunnan frá Reykjavík berast út á landsbyggðina, sem og annað lygaþvaður og prettir, sem frá þessu liði kemur: yfirleitt.

Með kveðjum: engu að síður sem oftar, austur á land / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2019 kl. 12:42

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll ávallt Óskar Helgi.

Öðru nær eigum við allt okkar undir ráðamönnum syðra, þó ósjaldan þurfi að sæta ofríki þeirra og í mörgu er ég sammála því er þú ritar.

Það breytir ekki því, að hver og einn þarf að vera sinnar gæfu smiður.  Við kjósum okkur fulltrúa í ráð og stjórnir og fáum út úr því sem flestir verðskulda.  Eins og gefur að skilja eru ekki allir sáttir, en svona virkar afl meirihlutans.

Ég get lofað þér því, að kjörnir fulltrúar gera það besta sem þeir geta til að þoka málum fram. Sumum tekst það betur en öðrum.  Kjörnir fulltrúar eiga það líka skilið að fá klapp á bakið af og til þá vel tekst upp.  Við erum mjög spör á hólið en neikvæðar athugasemdir flæða sem beljandi fjallalækur, oft af litlu tilefni.

Góðar kveðjur úr Múlaþingi

Benedikt V. Warén, 27.10.2019 kl. 14:42

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Minni sveitarfélög er að lenda í því, vegna laga um vanhæfi, að geta ekki eða a.m.k. illa, tekið bindandi ákvarðnir vegna ættar- og fjölskyldutengsla.

Erfiðara verður einnig ár hvert að halda uppi lögboðnum skyldum, vegna smæðar samfélags.

Vissulega er hægt að gera samkomulag við nágrannabyggðir um samrekstur ýmissa þátta.  Vandinn er oftast sá, að illa gengur að verðmeta þjónustuna, sérstaklega ef samvinnan er lítil sem engin á öðrum sviðum.

Benedikt V. Warén, 27.10.2019 kl. 14:59

6 identicon

Sæll margfaldlega aftur: Benedikt !

Til áherzlu minna meininga - vil ég senda þér / sem og lesendum þínum öðrum og skrifurum þetta plagg:: til frekari upplýsingar minna sjónarmiða, gagnvart hinu sér- íslenzka Banana lýðveldi, samtímans :

''Á K Æ R A

 

Á hendur þeim alþingismönnum Suðurkjördæmis; hverjir greiddu atkvæði sín til

samþykkis Orkupakka Evrópusambandsins (nr. III), þann 2. September s.l. :

 

Páll Magnússon (Sjálfstæðisflokki)

 

Ásgerður K. Gylfadóttir (Framsóknarflokki)

 

Ari Trausti Guðmundsson (Vinstri grænum)

 

Smári McCarthy (Pírötum)

 

Unnur Brá Konráðsdóttir (Sjálfstæðisflokki)

 

Jóhann Friðrik Friðriksson (Framsóknarflokki)

 

Sel síðan Lögreglunni á Suðurlandi sjálfdæmi um; hvers lags meðferð þau : Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki) og Oddný G. Harðardóttir (Samfylkingu) skuli sæta / líka sem og Silja Dögg Gunnarsdóttir (Framsóknarflokki) svo og Vilhjálmur Árnason (Sjálfstæðisflokki), en ekkert þeirra 4urra virðast hafa komið við sögu :beint, á þeirri örlagastundu, sem 46 þingmenn landsins ákváðu, að gefa Fjórða ríkinu (Evrópusambandi Þjóðverjanna) fullkomið og frekara skotleyfi, á heildar framtíðar hagsmuni íslenzks almennings, til komandi áratuga – sem og alda, héðan: í frá.

 

Ákæra undirritaðs byggist á; að þau hin sex fyrstnefndu sæti stofufangelsi til að byrja með, unz frekari framvinda verði ákvörðuð, og hvetja vil ég Lögregluna á Suðurlandi jafnframt til, að setja sig í samband við umdæmin hin, gagnvart ráðstöfunum til handa þeim þingmönnum öðrum, sem sviku land og mið / sem fólk og fénað svo hraksmánarlega í tryggðum með háttalagi sínu, í Septemberbyrjun, síðast liðnum.

 

Jafnframt; vil ég benda á nauðsyn þess, að Lögreglan í landinu öllu, leggizt nú á þær árar, að fá til liðveizlu Landhelgisgæzluliða, sem og Tollheimtumenn (Tollgæzlu), til þeirrar brýnu aðfarar að síversnandi starfsháttum alþingis og stjórnarráðs, sem nauðsynleg er: til þess að íslenzk alþýða fái rönd við reist, þeirri stigmögnun alls lags hryðjuverka af hálfu þorra stjórnmála- og embættismanna í landinu, sem með engu móti sé við unandi:: hvað þá búandi, á komandi tímum.

 

Hveragerði 30. September 2019 / 16. Október 2019

 

Óskar Helgi Helgason -

Sölumaður sérhæfðra Málmiðnaðar verkfæra, til sjávar og sveita /''

 

Vona: að þetta skjal glöggvi þig Benedikt, sem og aðra landsmenn enn betur á, hvers lags Skrímsli við erum að kljást við, í íslenzkri stjórnsýslu: almennt.

 

 

Með beztu kveðjum - að þessu sinni, austur á land / sem víðar um héröð // 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2019 kl. 15:00

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll enn og aftur ÓHH.

Í OP3 gengur hnífurinn ekki á milli skoðana okkar. Vegni þér vel í þeirri vegferð.

Kveðja úr Múlaþingi.

Benedikt V. Warén, 27.10.2019 kl. 15:31

8 identicon

.... því má svo bæta við: að með því að ríkið tók upp á því, að skella stórum hluta Skólakerfis og Heilbrigðiskerfisins í fangið á mis- burðugum Sveitarfélögum landsins til þess eins, að hlaða niður alls lags kontórum og blýanta nagara kompum suður í Reykjavík og nágrenni, hefur verulega þyngt á byrði Sveitarfélaganna:: eins, og þau ættu að standa undir uppskrúfuðu Reykjavíkur bákninu út í það óendanlega, Benedikt.

Svo má spyrja :

Hvaða hag - hafa Íslendingar að aðild að fjárplógs batteríum, eins og :

Sameinuðu þjóðunum -

Atlantshafsbandalaginu (NATÓ) -

EFTA / EES (með Schengen klafann, t.d.) -

Fokdýrum sendiráðum: víðs vegar - 

+ uppihaldi Ríkisútvarps (Rás 1 ætti að duga) - 

Þjóðkirkjunni: stöðugt gráðugri á almanna fjármuni - 

auk fjölda annarra AFÆTU bæla ?

Af hverju: ættu landsmenn, að telja sig eitthvað siðferðislega skylda til, að viðhalda valda strúktur þess stórglæpa hyskis, sem þau Katrín Jakobsdóttir (lesizt: Steingrímur J. Sigfússon) - Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson fara fyrir, með dyggum stuðningi Samfylkingar - Viðreisnar og yfir 90% Píratanna t.d., Benedikt minn ? ? ?

Var afglapa væðingin - ekki nógsamleg fyrir í landinu / eða hvað ? 

ÓHH  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2019 kl. 15:37

9 identicon

Sæll - sem jafnan !

Þakka þér fyrir: drengilegan stuðninginn Benedikt, hver fram kemur í athugasemdinni nr.7, ágæti drengur.

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2019 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband