19.8.2019 | 10:01
Lokuðu Grænbók, um stefnu stjórnvalda....
....of snemma svo ekki var hægt að skila inn athugasemdum. Á heimasíðunni var frestur gefinn til og með 16. ágúst en um klukkan 21:30 var síðan óvirk. Fjöldi áskorana er kominn á síðuna um að lengja frestinn vegna sumarlokana í minni sveitarfélögum, hjá stjórnum og ráðum.
ATHUGASEMD:
Við byggingu á flugvellinum á Egilsstöðum var áformað að endanleg lengd vallarins yrði 2.700 metrar og við hönnun hans var það haft að leiðarljósi. Það var ekki að frumkvæði heimamanna að það var gert, heldur var það ákvörðun frá hinu háa Alþingi.
Ákvörðun þessi var mjög skynsamleg og fyrir því liggja nokkrar ástæður.
- Aðflug er hindranalaust inn á báða enda.
- Aðflugslágmörk með því besta á landinu.
- Aðstaða fyrir flughlöð með miklum ágætum.
- Egilsstaðaflugvöllur á öðru veðursvæði en Keflavík og veðurfarslegar andstæður þær mestu á landinu.
Auk þess eru aðrar ástæður sem mæla með Egilsstaðaflugvelli.
- Hægt að koma fyrir aukabraut sem er 040 gráður frá aðalbrautinni.
- Flugbraut þessi væri með stefnuna 180/360 gráður og 2100 metra á lengd, sem skv. vindrós mundi vera til verulegra bóta.
- Flugvöllur er í 76 feta hæð (rúmlega 23 m) og hækkuð sjávarstaða vegan bráðnunar jökla, mun seint hafa áhrif, öfugt við marga flugvelli á landinu.
- Með núverandi stefnu stjórnvalda vegan uppbyggingar hernaðarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli, verður vaxandi krafa á að herflugvélar geti leitað til varavallar, sem uppfylla kröfur um fullnægjandi aðstæður fyrir flugflota hersins.
- Vaxandi laxeldi austanlands kallar fyrr eða síðar á flug beint frá Austurlandi með afurðir á markað, einnig af Norðurlandi með bættum landsamgöngum.
- Egilsstaðaflugvöllur er veðurfarslega mjög vel staðsettur fyrir fraktflug með sjávarfang, með innan við þriggja tíma aksturfjarlægð frá Norður- Austur- og Suðausturlandi.
- Með vaxandi umhverfisvitund má leiða líkum að því, að flugi með ferðamenn frá norður Evrópu til Íslands, verði í auknu mæli vísað til Egilsstaða og þar með reynt að bæta kolefnaspor landsins.
Til að fullnægja markmiðum um góðan varaflugvöll, verður Egilsstaðaflugvöllur að geta tekið við öllum flugvélum sem gera áætlanir sínar inn á Keflavíkurflugvöll og þar með þarf að breikka aðalbrautina í 60 m og lengja hana í 2700 og leggja auka flugbraut 45x2100 með stefnu 180/360 gráður.
Benedikt V Warén
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.