18.8.2019 | 10:35
Flytja skal RÚV í heilu lagi til Egilsstaða.....
....til þess að gæta hlutleysis í fréttaflutningi, vegna þess að ekki er heppilegt að allir fjölmiðlar landsins húki á sömu hundaþúfunni.
Tæknilega eru engin vandkvæði á því að færa höfuðstöðvar RÚV.
Stefna ríkisstjórna er að halda landinu öllu í byggð.
Stefna ríkisstjórnarinnar er að færa störf út á landsbyggðina.
Nú er bara að girða sig í brók og standa við stórkallalegar yfirlýsingar, - ella verður litið á slíkar tillögur, sem innihaldslaust raus í pólitískum tilgangi.
Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Benedikt.
Þetta er í stórum dráttum afbragðs hugmynd sem þú varpar hér fram.
Ég myndi kannski frekar sjá RÚV flutt á Vestfirði, t.d. Þingeyri eða Patreksfjörð, en mestu máli skiptir þó að nú þegar við blasir niðurskurður hjá ríkisstofnunum á borð við Landspítala, þá er augljóst að Rás tvö hjá þessu ríkisútvarpi er algjörlega ótímabær og óþarfur kostnaðaliður.
Jónatan Karlsson, 18.8.2019 kl. 11:20
Sæll Jónatan.
Það hugsar náttúrulega um sína eigin hundaþúfu. Heppileg þó að koma einhverju í verk af markmiðum stjórnvalda. Ef RÚV fer vestur, er rétt að huga að þyrlusveit Gæslunnar austur.
Benedikt V. Warén, 18.8.2019 kl. 11:35
Já Benedikt, upplagt að gæslan færi austur.
Jónatan Karlsson, 18.8.2019 kl. 11:47
Það er góð hugmynd að flytja RÚV til Egilsstaða. Ég hugsa að þá fækki starfsfólki og kostnaður minnki. Enn betra væri þó að flytja það til Raufarhafnar.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.8.2019 kl. 12:21
Segðu Þorsteinn, þar víla menn ekki fyrir verkin og vinna á við marga Reykvíkinga.
Það verða engir sviknir af framlagi Héraðsbúa.
Benedikt V. Warén, 18.8.2019 kl. 13:12
Svo er náttúrulega til draumastofnun fyrir Raufarhöfn og mætti flytja hana þangað í einu lagi og það er Vegagerð ríkisins. Þá væri ef til vill farið í að laga vegina á Melrakkasléttunni og í nágrenni Raufarhafnar.
Önnur stofnun væri á heimavelli og frábærlega vel staðsett á Raufarhöfn, en það er Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Raufarhöfn stendur óklárað heimskautagerði, sem framsýnir einstaklingar hófust handa við að reisa, en stendur nú þar hálfkarað minnismerki um framsýni og stórhug að laða ferðamenn að svæðinu.
Orðið Brothættar byggðir hljómar mjóróma þegar ferðast er á svæðið á lélegum vegi til að skoða hálfklárað stórvirki, sem hefur alla burði til að laða að ferðamenn.
Benedikt V. Warén, 18.8.2019 kl. 21:17
Gleymdi að nefna það.
Ódýrt húsnæði er til staðar á Raufarhöfn, bæði fyrir starfsmenn og yfir starfsemi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Ekki skemmir það heldur stemminguna, að þar er viðvarandi orkuskortur.
Það tikkar inn gott orðspor fyrir ráðuneytið og hentar því einstaklega vel, enda þarf enga raforku þar, bara grútartýrur sem ljósgjafa, bréfdúfur til samskipta og rekavið til að hita upp herlegheitin.
Benedikt V. Warén, 18.8.2019 kl. 21:26
Svo að lokum.
Væru eitthundrað manns tilbúnir að ganga Melrakkasléttuna og reisa minnismerki á Raufarhöfn, til vitnis um forna frægð staðarins og tekjuöflun í ríkissjóð, þegar síðasti íbúinn yfirgefur svæðið?
Hver yrðu digurbarkalegu eftirmæli?
Benedikt V. Warén, 18.8.2019 kl. 21:31
Ekki svo slæm hugmynd. Hinsvegar er ríkisrekin útvarps og sjónvarpsstöð alger tímaskekkja á því árþúsundi sem við stöndum á.
Mæli frekar með að einkavæða stofnunina og setja á fót styrktarsjóð fyrir tungu, menningu og aðra merka þætti sem hver miðill sem óskar, getur sótt fjármagn til verkefna í. Fáum alla til að sitja við sama borð og drögum úr óþarfa fjáraustri til óþarfa verkefna sem einungis skila sér í hendur óprúttinna aðila.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.8.2019 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.