Til hvers að samþykkja OP3?

1. Hvað græða Íslendingar á OP3?

2. Hvað er það í OP3 sem ekki er hægt að laga með innlendri lagasetningu?

3. Hvaða gróði var fyrir landsmenn að taka upp OP1 og OP2?

4. Hvað veldur því, að slík ofuráhersla er lögð á að þrykkja OP3 í gegn núna?

5. Hvers vegna hlusta stjórnarliðar ekki á grasrót í sínum flokkum?

6. Eru stjórnarliðar í einhverju baktjaldamakki við ESB?

7. Hvaða örvænting hefur gripið stjórnarliða, að nota valda einstaklinga að birta orðrétt hver eftir öðrum, sömu klisjuna?

 


mbl.is Fylgi flokka nánast óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

1. Ekkert, sem hingað til hefur tekist að benda á af öllum okkar allra færustu kjörnu fulltrúum.

2. Ekkert, enda hefur flest öll lagasetning síðustu alda miða að því að fara í kringum réttlætið, eða allt fá því að menn uppgötvuðu sannindin í því að "allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"

3. Fyrir almenning engin, nema menn telji það til gróða að fá að borga meira fyrir rafmagnið í formi tveggja reikninga.

5. Múltímilljónir fyrir valda aðila við að möndla keisið.

6. Múltímilljónir.

6. Áttu þá við að múltímilljónir skipti engu máli?

7. Menn verða rökþrota þegar hafa þarf múltímilljónir af fólki. Heldur þú að það væri hægt að telja Íslendingum trú um með einum allsherjar vatnspakka að þeir græddu múltímilljónir með því rukka landsmenn um það sama fyrir vatn og að meðaltali er gert í ESB? Ég held að það þyrfti að ljúga því í landa mína með skrefum vp1, vp2, vp3 osfv..

Magnús Sigurðsson, 2.6.2019 kl. 19:30

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka þér Magnús.

Þú færð sömu útkomuna og ég.

Merkilegt að þegar þessum spurningum hefur verið varpað fram til Klappliðs OP3, fást engin svör.  Hvað veldur því?

Benedikt V. Warén, 3.6.2019 kl. 09:29

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Segjum að hrokaliðinu á Alþingi takist að nauðga OP3 upp á þjóðina.   

Er þá hægt að segja upp Orkupakka eitt, tvö og þrjú, ef vilji stendur til þess, t.d. ef Normenn komast að því að þetta er tóm moðsuða og hefur ekkert upp á sig annað en tjón fyrir samfélagið og er auk þess brot á stjórnarskránni.

Það sama mundi væntanlega gilda fyrir Ísland.

Benedikt V. Warén, 3.6.2019 kl. 09:34

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Svo er eitt stórmerkilegt, - sem er þáttur RÚV.

Nánast ekki orð um það í fréttum, um að Miðflokknum hafi tekist að snúa Steingrím J Sigfússon niður úr forsetastól Alþingis.

Ekki minnst einu orði á illa dulbúnar hótanir SJS í garð Miðflokksins.

Ekki haft samband við SJS og hann spurður hvað hafi klikkað hjá honum í að stoppa Miðflokkinn, eins og hann hótaði.

Svo er RÚV strax farið að hamra aftur á OP3 í fréttum, þegar opnaðist glufa á framhald umræðna.

Síðast en ekki síst, þumalskrúfurnar þem Katrín Jakobsdóttir er komin með, með eða á móti OP3, - þar liggur efinn.

Skyldi vera farið að hitna undir henni?

Er grasrótin farin að sýna tennurnar? 

Benedikt V. Warén, 3.6.2019 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband