26.1.2019 | 17:21
Smábarnalegur fréttaflutningur eða...
....gróflega einelti og ofstæki.
Þessi fréttaflutningur, sem langt frá því stendur undir nafni, er líkastur því að greiðsla komi gegn greiða að finna einhvern sem getur hnjóðað í Sigmund Davíð og/eða Miðflokkinn.
Er einhverjum hagur í því, að kastljósinu sé beint að Miðflokknum og SDG og frá einhverju öðru, sem réttlætir greiðslu eða annan greiða, gegn því að leiða lesandann frá öðru og verra annarsstaðar?
Er ekki tilefni skoða þann vinkil fyrir ærlegan blaða-/fréttamann, - ef einhver slíkur finnst?
Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er þetta mjög sérkennilegt en hugsanlega telur fólk þetta auðvelt og þægilegt mál til að hafa skoðun á og því "selji" það betur en annað hjá fjölmiðlum.
Hitt er líklega annað mál að Soros heitir maður, gamall kapitalískur bragðarefur sem hefur stefnt undanfarna áratugi að því að bæta heiminn. Hans sýn á það mál er að vega þurfi að þjóðveldinu og styrkja alþjóðahugsun. Leggja niður varnir gegn óheftum innflutningi fólks frá fátækari löndum inn til hinna ríkari vesturlanda. Stuðla að hnattvæðingu viðskiptalífsins.
Nú geta menn haft mismundandi skoðanir á gagnsemi þessara hugmynda Soross en umhugsunarvert er að hann lætur fyrirtæki sitt Open Society styrkja alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna Í ÞEIM TILGANGI að stuðla að þessu hugðarefni sínu.
Undirdeild þessara samtaka starfar á Íslandi og ýmsir blaða og fréttamenn eru í henni.
Ekki er hægt annað en álíta að þessir fjölmiðlamenn séu þar með komnir á mála hjá Soros um að berjast fyrir framgangi þessara hugðarefna hans.
Fjölmiðlamenn m.a. á RÚV eru þannig orðnir hlutdrægir gagnvart þeim sem tala fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar móti hnattvæðingu nú eða jafnvel inngöngu í ESB (þó Soros hafi orðið eitthvað afhuga því sambandi síðari árin eins og reyndar fleiri fyrrum aðdáendur þess).
Samsæri gagnvart Sigmundi Davíð?
Ekki endilega víst en óneitanlega hlýtur hann í ljósi vasklegrar varðstöðu um rétt þjóðarinnar gagnvart erlendum kröfuhöfum að lenda sjálfkrafa í skotlínu m.a. þessa hérlenda leiguþýs Sóross sem kallar sig sjálfstæða fréttamenn.
Enginn veit svo hversu margir launaðir málsvarar kröfuhafa hafa verið hér að róa undir.
Jú og auðvitað kemur fleira til en þetta ætti að skýra eitthvað í þessum ofvöxnu viðbrögðum við hérum bil öllu sem Sigmundur Davíð tekur sér fyir hendur eða fætur, nú eða lætur sér um munn fara.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 10:36
ps. Auðvitað var þó um samsæri að ræða í aðförinni að þáverandi forsætisráðherra þjóðarinnar og ótrúlegt að þeir sem að stóðu skyldu komast refsilaust frá því, voru reyndar verðlaunaðir af Blaðamannafélaginu sem virðist af einhverjum ástæðum vera alveg sérstaklega í nöp við eigin siðareglur,(einkum ef eitthvað tengist S.D.) þó eitthvað hafi verið reynt að krafsa yfir skítinn varðandi kastljósþáttinn umtalaða í þeirri verðlaunaveitingu.
http://www.vb.is/skodun/fjolmidlaryni-meira-um-verdlaun/136358/
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 10:58
Þakka þér Bjarni, fyrir þín innlegg, sem mér finnst styðja það sem mig er farið að gruna sterklega um nokkurt skeið, einhver öfl eru með einhverja blaða- og fréttamenn í vasanum. Þar af leiðandi tel ég fulla ástæðu að það verði kannað.
Þetta er ekki einleikið, hve mikil þráhyggja er komin í hulduherinn, sem berst gegn sjálfstæði Íslands og öllum þeim sem kjósa frjálsa þjóð á Íslandi.
Þess vegna tel ég að einhver ærlegur rannsóknarblaðamaður eigi að fara ofan í saumana á þessu öllu og ekki hætta fyrr en öll kurl eru komin til grafar.
Hins vegar er trúlega erfitt að finna slíkan blaðamann, því þetta virðist vera nokkuð þéttur hópur, einsleitur og hjarðeðlið ríkt, svo ekki sé hætta á að hinir, þeir vammlausu, tæti hann í sig.
Benedikt V. Warén, 27.1.2019 kl. 21:17
Enn og aftur fæ ég aulahroll um mig allan, þegar ég hugsa til Borgarleikhússins.
Hvað er hægt að leggjast lágt í lágkúrunni, þar held að ekki sé hægt að sökkva dýpra. Leiklestur með tilþrifum á því sem fram fór á Klaustursbarnum, er atriði sem stjórnendur Borgarleikhússins og leikarar hafa sökkt sér upp að eyrnasneplunum í sorann.
Dýpra sukku þó þeir sem borguðu sig inn á þennan gjörning, og eru búnir að stimpla sig inn sem meistara í tvískinnungi.
Benedikt V. Warén, 27.1.2019 kl. 22:05
Eftir að ég skrifaði athugasemd 2 þá kom upp klárt siðareglubrot hjá fréttastofu Bylgjunnar og Vísis gagnvart Gunnari Braga þar sem hlaupið var með róg úr samfélagsmiðlum (líklega) hvar Gunnar átti að hafa verið með fyllerí og læti á leiksýningu.
Fréttastofan sú má þó eiga að hún baðst þó afsökunnar á að hafa hvorki sannreynt fréttina (sem reyndist röng) né gefið Gunnari Braga tækifæri til andsvara,vissulega skömm skárra en RÚV virðist að mestu hafið yfir slík vinnubrögð.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.