Minnimáttarkendin skiljanleg......

.....þegar Logi Már Einarsson kemst ekki á forsíðu fréttamiðla með skemmtiatriði (uppistand) í ræðustól Alþingis, nokkuð sérstaka tilburði, sem féllu þó ekki í kramið hjá forseta þingsins.  Þetta er skólabókardæmi Samfylkingarinnar í háttvísi.

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 13:31:

Þriðjudagskvöldið 27. nóvember fór fram önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Höfðu þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, karpað um orðaval og útfærslur á frumvarpinu.

Í andsvari sínu virtist Logi orðinn pirraður á frammíköllum Kristjáns Þórs, sem eru ógreinanleg.

„Frú forseti, nennirðu að biðja hann um að steinhalda kjafti meðan ég tala ?“

„Nei hættu nú alveg, Logi ?“ heyrðist þá úr þingsalnum frá ónefndri þingkonu. Í kjölfarið bað Þórunn Egilsdóttir, 4. forseti Alþingis, „þingmanninn vinsamlegast um að gæta orða sinna.“

Spurði Logi þá að bragði og horfði á Þórunni:

„Hvorn?“

„Háttvirtan þingmann í pontu“, svaraði Þórunn, með ísköldu augnaráði.

 

Þetta eru náttúrulega mannasiðir í lagi, - og rúmlega það.

 


mbl.is Boðuðu Sigmund ekki á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband