Pólitískar pyntingar fréttagammanna.

Nú er maður búinn að hlusta á, lesa um og innbyrða úr sjónvarpi í rúma viku, um svokallað Klaustursmál.

Dettur ekki augnablik í hug að verja þann gjörning sem þar átti sér stað, en hvað er þarna í gangi gagnvart sakborningum og almenningi í landinu.

Halda fréttahaukar þessa lands að einhver Íslendingur viti ekki af þessu máli?

Hvað er málið að þetta sé stórfrétt í hverjum einasta miðli dag eftir dag?

Vita fréttamenn ekki að þetta fólk á foreldra, maka, börn og vini, sem líða fyrir þessa umfjöllun?  Hvers eiga þau að gjalda?  Hvernig munu þeir  í framtíðinni, taka á nafngreindum ölvuðum ökumanni, sem veldur alvarlegu slysi, þar sem einstaklingar láta lífið?  Er fréttastuðullinn að breytast?  Hvar er meðalhófið? 

Fréttamenn, eða á að segja fréttatæknar, nú er mál að linni.  Þetta er komið á það stig að vera ofsóknir af ykkar hálfu, sem er ekki hótinu betra en það sem þið eruð að fjalla um og hneykslar ykkur svo mjög. 

Nú segi ég, skammist ykkar fréttagammar, og komið með eitthvað jákvætt í skammdeginu og í tilefni hátíðar ljóss og friðar. 


mbl.is Segir ekkert hafa sært sig eins mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta FyllirísröfL er aðeins til að fela undirskrift utanríkisráðherrans eða fulltrúa hans  um að taka þátt í að opna landamæri ríkjanna.  

Í Marakes í Marokó núna á mánudaginn þann 10. 12 2018 á að skrifa undir æalyktunina.

Einnig er í ályktuninni hnikt á reglum um að óheimilt verði að gagnrýna fjöldaflutnings reglurna, þegar smáþjóðirnar verða yfirteknar.

Þegar átti að knýa íslendinga til að borga Ísave, þá greiddu margir stjórnmálamenn atkvæði með því.

Nú virðist búið að hlera flesta og þá þora þeir ekki öðru, en að gera eins og þeim er sagt.

Hér skrifa ýmsir um málefnið.

000

slóðir

Skrifar ríkisstjórnin undir "hömlulausan fólksinnflutning" 10. desember?

Gústaf Adolf Skúlason

2.12.2018 | 09:45

000

2.12.2018 | 00:01

Vill þjóðin galopin landamæri?

Valdimar H Jóhannesson

000

28.11.2018 | 11:25

Ætlar ríkisstjórnin að galopna landamærin?

Jón Magnússon

000

Egilsstaðir, 06.12.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.12.2018 kl. 15:37

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fyllirísröflið sjálft er ekki til þess að fela neitt Jónas, öðru nær.  Það kom þeim, sem þar skemmtu sér með Bakkusi, verst og sér ekki fyrir endann á því hjá þeim.  Hins vegar eru fréttagammarnir góðir í að blása hlutina upp, taka úr samhengi og matreiða á sinn hátt.  Það hins vegar kemur sér vel fyrir ríkisstjórn að læðast í skugganum á þessum fréttaflutningi og lauma inn á okkur einhverjum lögum og samþykktum, sem við viljum alls ekki, til að þjóna pólitískum gæðingum sem koma til með að fjéfletta landsmenn með ,,löglegum þjófnaði´´.

Þetta er þvílíkur happadráttur fyrir ríkisstjórnina, að fréttagammarnir eru uppteknir að því hringfljúga vandamál Miðflokksins, eins og flugnager yfir nýuppgötvaðri kúamykju.

Benedikt V. Warén, 6.12.2018 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband