25.11.2018 | 07:38
Sæstrengur skiptir máli ef til hamfara kemur....
...segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets. Þetta eru að sjálfsögðu réttmætar áhyggjur, eins og menn hafa í gegnum tíðina byggt upp innviði á Íslandi.
Hverjar eru líkurnar á að hægt verði að koma raforku til notenda, ef til hamfara kemur?
Er ekki megnið af línum ofanjarðar, sem þola tæplega hressilegt íslenskt vetrarveður án þess að bila?
Þola raflínurnar betur hraunflóð, jarðskjálfta og öskufall?
Hvaða vit hefur verið að koma öllum helstu stofnunum fyrir á einu ótryggasta svæði landsins?
Hver er rýmingarálætlun Reykjavíkur ef til hamfara kemur?
Í fljótu bragði lítur út fyrir að hér sé um áróður að ræða, og sönnun þess að alltaf verður með í þriðja orkupakkanum að leggja sæstreng til meginlandsins og öll meðul notuð til að tala fyrir því.
Nær væri að tala um hvernig rýma eigi Reykjavík við slík átök náttúrunnar, hvar á að hýsa fólkið og hvernig á að hlúa að slösuðum. Hvað með flugvöll í Vatnsmýrinni þegar til slíkra hamfara kemur og rýminga er þörf, er Bláfell og/eða Hengillinn fara að rumska.
Þá kemur sæstrengur að litlu gagni, - ég verð að segja það.
Athugasemdir
Rétt ábendingl Hvar er annars Bláfell?
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 25.11.2018 kl. 08:36
Þessi fullyrðing Guðmundar Inga er vægast sagt hæpin. Komi til slíkra náttúruhamfara, sem vissulega getur gerst, að stór hluti orkuframleiðslunnar skaðast, er nánast öruggt að línukerfið mun einnig hverfa.
Það er nokkuð víst að strengurinn mun liggja frá landi einhersstaðar á suð-austur hluta landsins og tengjast kerfinu sem fyrir er nálægt því svæði sem flest orkufyrirtækin okkar eru. Því er séð að línulagnir hér á landi liggja um sama náttúruvásvæði og flestar stærstu virkjanirnar okkar.
Þá er spurning hvort flutningsgeta strengsins sé eitthvað meiri en áður hefur verið haldið fram, ef hann á að geta fætt allt Ísland af orku.
Það er með þessa fullyrðingu Guðmundar Inga, eins og flestar fullyrðingar strengsinna, að lítið annað en ryk liggur þar að baki.
Gunnar Heiðarsson, 25.11.2018 kl. 09:08
Fullyrðingar Guðm. Inga þjóna augljóslega sæstrengsmönnum eins og tengdasyni hins hagsmunatengda Björns Bjarnasonar og frænda hans Bjarna ráðherra sem hefur sýnt sæstreng til Breta virkan, óeðlilegan áhuga með umboðslausu bralli við ráðamenn þeirra.
Þakkir fyrir þína röklegu úrlausn, Benedikt.
Jón Valur Jensson, 25.11.2018 kl. 09:30
Sæll Benedikt
Með slíkri náttúruhamfari er ekki eðlilegt að hugsa um íslenskt samfélag - og ekki Evrópu. Við ættum að íhuga að byggja upp kerfi okkar til að lifa af - fyrir Íslendinga.
Merry, 25.11.2018 kl. 11:38
Það er einfaldast að setja upp færanlegar díselvélar við spennistöðvar og gangsetja. Hitt er þvaður.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.11.2018 kl. 12:59
Flóttaleiðir úr Reykjavík eru örfáar og allar í sömu átt. Hvernig væri að byrja á Sundabraut eða Skerjabraut áður en við leggjum sæstreng í boði ESB?
Júlíus Valsson, 25.11.2018 kl. 15:10
Sæll Gunnar.
Það er ekki hægt að greina að mikið liggi að baki orðum forstjóra Landsneti, annað en annarleg gróðasjónamið örfárra gæðinga. Ekki virðist hann hafa áhyggjur af afkomu, eða hag þjóðarinnar.
Svona ummæli lýsa annaðhvort örvæntingu um skarðan hlut einhverra eða vanþekkingu, því ekki verður því trúað að maðurinn sé að blekkja þjóðina.
Benedikt V. Warén, 25.11.2018 kl. 15:29
Sæll Pelli, skelleggur að vanda.Það er mikið framboð af fábjánum sem fá frábærar hugmyndir þessa dagana.
Magnús Sigurðsson, 25.11.2018 kl. 15:34
Jón Valur.
Þeir sem leggja til land undir uppistöðulón og stíflumannvirki, fá lítið sem ekkert í sinn hlut. Þar sem orkan er framleidd og kemur úr húsi, eru greidd eðlileg fasteignagjöld og meðlög, t.d. að leggja ljósleiðara inn í hvert hús.
Þar til að komið verður fram við alla jafnt og af sanngirni, er tómt mál um að tala, að framleiða til útflutnings og eiga það jafnframt á hættu að orkuverð hækki á landsmenn.
Benedikt V. Warén, 25.11.2018 kl. 15:43
Sæl Merry.
Þetta er alveg rétt hjá þér, komum okkar málum í lag fyrst. Hér á Austurlandi höfum við mátt búa við það, að vera án rafmagns, vegna þess að högg kom á raforkukerfið samtengda og Austurlandið varð meira og minna rafmagnslaust. Upptök vandans voru hins vegar í Hvalfirði og tengdist stóriðju þar.
Hvernig verður þetta, ef sömu vandamálin verða við það að einhver raforkunotandi niðri í Evrópu korslúttar einhverju, megum við þá búast við truflun hér?
Benedikt V. Warén, 25.11.2018 kl. 17:34
Hverju bjargar sæstrengur frá Evrópu ef dreifingin innanlands leggst niður vegna náttúruhamfara?
Kolbrún Hilmars, 25.11.2018 kl. 18:03
Sæll Sindri Karl.
Mörg sveitarfélög bjuggu við þann “munað” áður fyrr, að hafa díselrafstöðvar. Þegar búið var að koma rafmagni á staðinn, voru flestar þessar rafstöðvar settar í úreldingu, þ.e. þeim var ekki sinnt og/eða teknar endanlega úr notkun.
Auðvita er það hárrétt hjá þér, að það þarf að vera færanlegar neyðarrafstöðvar til að keyra á vettvang hamfara. Við slíka atburði eru öll orku- og samskiptakerfi meira og minna úr leik og þarf að grípa til þeirra úrræða sem eru þá í boði.
Benedikt V. Warén, 25.11.2018 kl. 19:27
Júlíus Valsson.
Þú ert alveg með þetta. Það þarf líka að vera til skipulag um rýmingu. Annað er bara ávísun á tóm vandræði.
Benedikt V. Warén, 25.11.2018 kl. 19:30
Félagi Magnús.
Þetta með framboð og eftirspurn virkar, samkvæmt sumra manna trú, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Offramboð leiðir s.k.v. einkavæðingatrúnni til lækkunar.
Mér er hinsvegar það til efs, að í þessu dæmi þínu, - leiði til lækkunar launa.
Vissulega ætti það að gera það, s.k.v. lögmáli einkageirans, sem þessir sæstrengstemjarar trúa svo einlægt á.
Benedikt V. Warén, 25.11.2018 kl. 21:18
Sæll Björn S. og þakka innlitið.
Ekki veit ég hvers vegna ég tók ekki eftir innslagi þínu fyrr. Eitthvað hef ég verið utan við mig og einnig að skrifa Bláfell. Auðvita er átt við Bláfjöllum.
Kolbrún.
Ég hef ekki svar við því.
Benedikt V. Warén, 26.11.2018 kl. 10:36
Þetta ætlar ekki að ganga hjá mér. BLÁFJÖLLIN.
Benedikt V. Warén, 26.11.2018 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.