Afhverju fjallar Samfylkingin og VG ekki um kjarnorku....

....olíu, kol og gas, sem Íslendingar eru sagðir nota til að framleiða raforku????

Hvernig stendur á því að við erum sagðir framleiða raforku með þessum efnum, þegar við gerum það ekki???? 

Hvernig væri að einhver sérfræðingur Samfylkingarinnar skýrði hvernig þetta tengdist orkupakka eitt og tvö.  Viðkomandi má hringja í vin, - hjá VG.

Bændablaðið fjallaði um þessi mál.  Sjá: https://www.bbl.is/frettir/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi/20353/

Ef það er ekki galið að við Íslendingar séum að nota mengandi orgugjafa, samkvæmt pappírunum, veit ég ekki hvað orðið galið þýðir. 


mbl.is „Á dagskrá til að fela fjárlögin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Benedikt, þetta sem þú nefnir er hneyksli, en hangir saman meða að íslenzku raforkufyrirtækin eru að selja kolefniskvóta til annarra Evrópulanda. Spillingin og fégræðgin í sambandi við hina ímynduðu hnattrænu hlýnun er ótrúleg.

Aztec, 18.11.2018 kl. 18:23

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli, þetta er eitt af því sem engin málsmetandi maður fæst til tala um, þetta er lögleg "samspilling" á heimsmælikvarða og hefur verið í gangi í mörg ár.

Þetta var fjölmiðlahneyksli í Noregi 2012 og sama kvótasöluspillingin var þá hafin hér á landi. En einhverra hluta vegna vill engin stjórnmálflokkur taka afstöðu til þessa gjörspillta máls og fjölmiðlar aðrir en bændablað og blogg steinþegja. Þegar ég bjó í Noregi hækkaði rafmagnsreikningurinn um tugi prósenti "hviss bang" og auðvitað var það vegna þess að það fékkst svo svakalega gott verð fyrir hreinu norsku raforkuna að norðmenn urðu sjálfir að kaupa skítugt rafmagn. Noregur tengst raforkukerfi Evrópu

En einhvern tíma kemur að því að landinn verður látin borga fyrir "sóðaskapinn" af kjarnorku og kolum, en það opinbera vill meina að þessi kvótasala sé fundið fé,,,, svo lengi sem íslenskt raforkukerfi tengist ekki út fyrir landsteinana. Því þegar það verður telst þessi hreina orka þegar seld, en kola og kjarnorkan keypt. 

Magnús Sigurðsson, 18.11.2018 kl. 19:45

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Aztec.  Þakka innlitið.  Þögn fjölmiðla er ærandi.  Hvers vegna fæst einginn ærlegur fréttamaður til að fjalla um þetta mál?  Er það vegna þess að það er ekki til á Íslandi neinn ærlegur fréttmaður????

Benedikt V. Warén, 18.11.2018 kl. 21:07

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll félagi Magnús. Gaman að fá þig í heimsókn.  Það sem furðar mig mest, að enginn skuli taka upp þráðinn hjá Bændablaðinu og rekja þetta alla leið.  Er þetta ef til vill ekki ,,rétt hneiksli'' til að fjalla um í RÚV? 


Benedikt V. Warén, 18.11.2018 kl. 21:10

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er rangt hneyksli á röngum tíma í vitlausu blaði. það er hvorki brexit né trump í því, ekki einu sinni vonarneisti fyrir votlendissjóðinn.

Magnús Sigurðsson, 19.11.2018 kl. 06:24

6 Smámynd: Einar L Benediktsson

Það sem vekur athygli er að árvökul og djörf fréttaskýringaþáttur eins og Kveikur hjá RUV. skuli ekki fjalla um málið.

En við verðum að virða þeim til vorkunnar að þeir fjalla ekki um það sem gæt skaðað ESB trú þeirra frekar en muslimar

gagnríni Kóraninn. En það sem mér finnst standa uppúr er sá skaði sem orðspor Íslands og trúverðugleiki vottorða frá ESB verða fyrir. Hvaða íslendingur trúir því að við séum að framleiða rafmagn með kjarnorku? Fróðlegt væri að fá nafn þeirra orkufyrirtækja sem taka á sig þennan gjörning. Að selja mannorð sitt er ekki refsivert en kaupandinn sem endurselur með hærra raforkuverði til sinna viðkiftavina í nafni hreinnar orku stundar vörusvik.

Einar L Benediktsson, 19.11.2018 kl. 10:18

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll aftur Magnús. Skemmtilegt hve RÚV grjótheldur sér saman, eins og þeir eru að fara af hjörunum í vandlætingu í flestum málum er snýr að réttlæti, náttúruvernd og Trump.  

Sama er að segja um ESB-klapp liðið hjá Samfylkingunni, VG og Viðeisn.  Það heyrist ekki múkk í þeim, eins og þeir eru jafnan kjaftagleiðir í sömu málum og RÚV. Fór allt þetta lið í útilegu? Kannski að laga eftir herinn í Þjórsárdal?

Benedikt V. Warén, 19.11.2018 kl. 14:59

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka þitt innlegg Einar.

Við skulum vona að hin djarfa fréttaskýringagrúppa Kveiks, sé núna á fullu að kafa ofan í málið og að fljótlega birtist feitur pakki um málið.

Kraftaverkin geta alveg dúkkað upp. cool

Benedikt V. Warén, 19.11.2018 kl. 15:05

9 Smámynd: Haukur Árnason

Er ekki samasem merki á milli Auðlindasjóðs Bjarna Ben. og orkupakkans ?

Hvenær byrjaði Bjarni að tala um sjóðinn ?

Haukur Árnason, 20.11.2018 kl. 07:14

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þú segir nokkuð Haukur. undecided

Benedikt V. Warén, 20.11.2018 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband