Heilbrigð skynsemi (common sense).

Oft hef ég velt fyrir mér hve margar ár á Íslandi eru "ómengaðar", þ.e. hvað er maðurinn er búinn að fikta mikið við þær og hvað er mikið þær hafa verið "ræktar" upp, til að þær teljist nothæfar laxveiðiár og seljanlegar sem slíkar.

Einnig hefur maður óhjákvæmilega velt öðru fyrir sér.  Hvað er að veiða og sleppa?  Í mínum huga tel ég að það komist býsna nærri því sem flestir skilgreina sem dýranýð. 

Það virðist vera landlægt hjá mörgum einstaklingum, sem hafa fastar tekjur í þéttbýli, að hafa mjög þröngan sjónvinkil á það sem aðrir eru að bjástra við út um land.

- Það má ekki virkja, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki reisa stóryðju, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stunda loðdýrabúskap, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stunda laxeldi, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stytta leiðir, það fer yfir gróið svæði.  Það verður að velja eitthvað annað.

Því miður virðist hópur í samfélaginu ávallt geta unnið gegn framförum í krafti fjármagns, vinahóps í fjölmiðli, pólitískra samherja og þá kemst heilbrigð skynsemi hvergi að í umræðunni.    

Einhvern tíma rökræddi ég við félaga minn um hvort heilbrigða skynsemi (common sense)væri hægt að kenna í skólunum.

"Nei,..." sagði félagi minn "...common sense er ekki hægt að kenna, hún þarf að vera meðfædd".


mbl.is Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband