7.6.2017 | 22:54
Einn furðudagurinn enn.
Alkunna er að borgarstjórinn í Reykjavík er á móti samgöngum landsmanna til höfuðborgar allra landsmanna, m.a. með því að vilja flugvöllinn okkar burt, - Aðal lestarstöð Íslands.
Dálítið sérstak núna er svo að heimta það að allir landsmenn taki fjárhagslegan þátt í samgöngukerfi borgarinnar, - gæluverkefni borgarstjóra.
Þetta er svona eins Hrói Höttur, sem rændi óvildarmenn sína og útdeildi til vina. Nú er sagan þannið, landsbyggðarpakkið getur lagt aukalykkju á ferð sinni til borgarinnar, með tilheyrandi óhagræði, lengri ferðatíma og aukakostnaði.
Nú á þetta sama landsbyggðarpakk, að auka hagræðið í innanbæjarferðalögum með fjárframlögum til borgarinnar.
Hvað er hægt að kalla svona framkomu?
Fleiri farþegar grundvöllur borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sannarlega ekki hægt að mæla með þessari framkomu Dags og félaga, Benedikt, og hafðu þakkir fyrir þessar góðu ábendingar hér.
Jón Valur Jensson, 8.6.2017 kl. 00:29
PS. Gaman að lesa af bakgrunni þínum, lífsferli, fjölskyldu, störfum og hugðarefnum víða, á höfundarsíðu þinni: http://pelli.blog.is/blog/pelli/about/
Jón Valur Jensson, 8.6.2017 kl. 00:33
En þegar kemur að gæluverkefnum út á landsbyggðinni s.b Vaðlaheiðagöng, Bolungarvíkurgöng, Vestfjarðagöng, Ólafsvíkurgöng og f.l þá er Reykjavíkurpakkið nógu gott til að borga brúsann.
Það er nefnilega þannig að 75% af öllum bifreiðasköttum sem eiga að fara í vegaframkvæmdir koma frá höfuðborgarsvæðinu og langmest af skattfé landsins kemur frá höfuðborgarsvæðinu, er ekki mál að linni þegar að kemur að hatri landsbyggðarinnar í garð höfuðborgarsvæðisins..?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 07:36
Þakka innlitið Jón Valur. Ekki eru allir ánægðir með að heyra gagnrýni á stjórnendur borgarinnar.
Benedikt V. Warén, 8.6.2017 kl. 08:21
Sæll Helgi.
Við höfum áður farið yfir þessi mál. Þar benti ér þér á nokkrar staðreyndir þessa máls og mér er ljúft að rifja það aftur upp fyrir þér. Auk þess finnst að úr glerhöll þinni ættir þú að fara varlega í öllu grjótkasti.
Vífill Karlsson hagfræðingur hefur sýnt fram á að skatttekjur af landsbyggðinni eru u.þ.b. tvöföld sú upphæð sem ríkið eyðir á landsbyggðinni, þ.e. af tekjum landsbyggðarinnar er varið 75% í Reykjavík 25% verða eftir á landsbyggðinni.
Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega að af hverjum tveimur krónum sem landsbyggðarfólk borgar í skatt fer ein króna í að byggja upp opinbera þjónustu í heimabyggð en ein króna í sameiginlega þjónustu í Reykjavík. Ef farið er aðeins dýpra í þess umræðu hefur málum verið þannig fyrir komið að 75% af ráðstöfun tekna ríksins er á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 25% utan þess. Um 42% af þeim fjármunum sem ríkið aflar með sköttum kemur frá höfuðborgarsvæðinu, en 58% utan þess.
http://kopasker.123.is/blog/2011/02/08/503360/ og http://vifill.vesturland.is/Vifill%20RSP%201%202005.pdf
Ég nefndi Gullinbrú sem dæmi. Miklubrautin, Hringbrautin og Kringlumýrarbraut eru á vegaáætlun ásamt öllum leiðum út úr borginni, sem borgarbúar nota mest, eins og Reykjanesbrautina og göngu og hjólastígar yfir sömu mannvirki.
Reykjavík hefur alla helstu skólana og flestir þeirra eru á fjárlögum og starfsfólkið þyggur laun hjá ríkiniu. Eyðslan fer fram í Reykjavík.
Í Reykjavík eru helstu stofnanir stjórnsýslu ríkisins og laun greidd af ríkinu. Eyðlan fer fram í Reykjavík.
Í Reykjavík eru helstu heilbrigðisstofnanir landsins og laun þar ríkisins. Eyðslan fer fram í Reykjavík.
Flugfélag Íslands (Air Iceland Connect) er með höfuðstöðvar í Reykjavík, þó að nafninu til séu þær á Akureyri. Tekjuhæstu einstaklingarnir flugfélagsins búa þar. Ástæðan fyrir lífi þess félags er landsbyggðin, sem greiðir bróðurpartinn í rekstri félagsins. Tekjurnar safnast í Reykjavík. Eyðslan fer fram í Reykjavík.
Benedikt V. Warén, 8.6.2017 kl. 08:56
Íslendingar eyddu rúmlega 440 milljónum á hverjum degi á síðasta ári í einkabílinn, og þá eru eldsneytiskaup ekki talin með. Gamalt borgarskipulag neyðir okkur til að eiga bíl, jafnvel tvo, ólíkt íbúum á Norðurlöndunum, en samkvæmt neysluviðmiði stjórnvalda er gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu eyði 1,44 milljónum á ári í einkabílinn.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 12:10
Helgi ég skil þig ekki alveg. Skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg. Það hefur borgarstjóri marg tuggið í okkur, er varðar m.a. Reykjavíkurflugvöll. Skipulag þar með talið "Gamalt borgarskipulag" kemur okkur dreifbýlismönnum hreint ekkert við. Það höfum við marg ítrekað fengið að vita.
Veit ekki betur en að flestar borgir, sem verið er að miða sig við, séu eldri en Reykjavík, eingöngu hafa þeim borgum stýrt framsýnir einstaklingar, öfugt við Reykjavík.
Benedikt V. Warén, 8.6.2017 kl. 12:54
Ég er sammála því, sem þið segið. Þetta er hörmulegt ástand hérna í höfuðborginni. Svo á að fara að troða upp á okkur einhverri Borgarlínu, sem gæti aldrei gengið af neinu viti, enda ekkert af neinu viti, sem þessir krakkavitleysingar í Ráðhúsinu eru að véla um. Það er heldur aldrei hugsað um okkur eldra fólkið í þessum spekúlasjónum þeirra, eða hvernig við eigum að komast á milli staða. Það eru ekki allir svo góðir til fótanna, sem eru komnir um og yfir sjötugt, að þeir geti gengið langar vegalengdir frá þessum borgarlínustöðvum til síns heima. En það góða við þetta er, að það eru kosningar framundan, og ég á ekki von á því, að Samfó bæti miklu við sig fram að þeim, frá því í kosningunum í haust, enda kenni ég Degi og kó um, að Samfó missti báða sína þingmenn hérna í höfuðborginni. Dagur má þakka fyrir, ef hann kemst einn inn, ef Samfó þurrkast ekki með öllu út í kosningunum. A.m.k. er áreiðanlegt, að fólk kemur þessum jólasveinum ekki til valda meira hér í borginni, enda allir búnir að fá nóg upp í kok af þessu liði. Ég hef heldur ekki hitt þann mann enn, sem þolir að heyra á Hjálmar minnst, svo að hann dettur örugglega út á næsta ári. Farið hefur líka fé betra úr borgarstjórn fyrr og síðar en hann. Þetta er alveg ömurlegt ástand hérna í borginni, og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari að ná henni aftur, og einhverjar viti bornari manneskjur en Dagur og kó fari að setjast við stjórnvölinn. Mál er að linni þessu rugli og vitleysu, sem hefur viðgengist hérna alltof lengi. Nú þurfa Sjálfstæðismenn hérna í borginni að búa til sterkan lista, svo að þeir geti náð öruggum meirihluta hérna ásamt Framsókn, þrátt fyrir þótt Hanna Birna hafi á sinni tíð hjálpað Degi og hans nótum að móta stefnuna við að losna við flugvöllinn. Það þarf samt ekki að þýða, að allir séu sammála henni þar á bæ. Við skulum vona, að þessi aumi meirihluti kolfalli á næsta ári, því að þetta gengur ekki lengur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 09:46
Ps. Ég fór að lesa um höfund síðunnar, og sá þá, að þú ert Austfirðingur, og hafði gaman að. Móðurætt mín er nefnilega öll þarna að austan. Móðir mín fæddist og ólst upp á Seyðisfirði, þar sem faðir hennar, Guðmundur Bjarnason, var kaupfélagsstjóri og síðar bóksali. Amma mín, Guðbjörg Guðmundsdóttir, talaði oft um vinafólk þeirra í Gilsárteig, en hún var af Héraði. Ég á heilmikinn frændgarð þarna eystra. M.a. var systursonur ömmu, Guðmundur sálugi Magnússon, lengi sveitastjóri þarna á Egilsstöðum. Mér þótti svona rétt að minnast á þetta, þar sem ég hef oft heyrt á Gilsárteig minnst, og hef nokkrum sinnum komið þarna austur á land.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 10:59
Sæl Guðbjörg og þakka innlitið. Mér finnst þetta verkefni vera 40 árum of seint á ferðinni, afturhvarf til fortíðr þegar sjálfkeyrandi faratæki eru handan við hornið. Þá geta allir, væntanlega, pantað sér bíl heim að dyrum og verður skilað á áfangastað stystu leið.
Hvernig verður þetta?
Eiga einhverjir sína eigin bíla?
Þarf almenningur nokkuð bílpróf?
Rétt að fresta allri frekari hugsun í tvö til þrjú ár og sjá hvað verður þá í boði.
Benedikt V. Warén, 9.6.2017 kl. 17:12
Hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig svona borgarlína og snjór fara saman?
Benedikt V. Warén, 9.6.2017 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.