Þetta hefur náttúrulega með byrgðarstöðuna að gera....

...þessi tilviljun, eins og hjá olíufélögunum, þegar lækkun er í pípunum þá er lagirinn stór og verður því að selja með tillit til inkaupaverðs, en svo þegar á að hækka, vill alltaf svo einkennilega til að ekkert var til á lager og þurfti því að endurnýja lagerstöðuna á hærra verði, - strax.

Það er merkilegt hvernig þetta hittir alltaf illa á gagnvart neytendum.


mbl.is „Hvar eru þessar lækkanir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmannsræfill að reyna að vekja á sér athygli með lýðskrumi og bulli er ekki eitthvað sem taka á alvarlega. Hvernig hafa kostnaðarliðir þróast á þessu tímabili? Ætli nærri 20% launahækkun hjá verslunarmönnum hafi haft einhver áhrif? Hækkun á húsaleigu? Hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði? Hækkun á rafmagni? O.s.frv. Hún er ekki raunhæf sú krafa að verslunin skili öllum lækkunum en taki á sig allar hækkanir.

Jós.T. (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 19:23

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jós.T.

Veit ekki betur en "þingmannsræflarnir" hafi verið að reyna að lækka innflutningsgjöld og hagræða í ríkisrekstri með góðum árangri í stjórn fjármála ríkisins, sem gefur einnig tilefni til lækkunar.  

Hins vegar verður alltaf hjáróma kór þeirra sem vilja einkavæða alla hluti og þeir sömu verða síðan uppvísir af því að stilla öllum sínum álagningum þannig, að það komi neytendu lítið sem ekkert til góða.

Þegar myntbreytingin var, voru hækkanir flestar upp á við upp í næstu krónutölu fyrir ofan, þó einungis væri um 10 aura að ræða fram yfir heila krónu.

Svo minnir mig að það sé um 18 verðflokkar í sláturflokkum til bænda, en einungis einn flokkur til neytenda.  Hvenær hefur verið hægt að kaupa kýrkjöt í búðum?  Mig grunar að sá flokkur sé ekki hátt skrifaður til bænda, en við kaupum hann sem fyrstaflokks nautakjöt.  Kýr eru þó um helmingur slátraðra nautgripa. 

Benedikt V. Warén, 6.9.2016 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband