17.6.2015 | 20:03
Fáráðlingar ........
....láta etja sig út í foraðið. Merkilegt hvað margir finna hjá sér þá hvöt að fylla þennan flokk og mæta hugsunarlaust og eru með dónaskap við land og þjóð í beinni útsendingu.
Eru þessir einstaklingar ekki að skilja, að skilaboðin sem þeir eru að senda börnum landsmanna? Skilja þau ekki að börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Gaman verður fyrir þetta lið í framtíðinni, þegar myndskeiðin verða notuð sem kennsluefni í skólum, yfir fíflaleg mótmæli.
Myndskeið sem sýnir fólk, sem er að mótmæla vegna þess að þau fá SMS um að mæta og láta hafa sig að fíflum fyrir frama alþjóð.
Myndskeið sem sýnir fólk, hafandi ekki hugmynd um í hverju mótmælin felast.
- Það er eitt að vera á móti forsætisráðherrra og ríkisstjórn.
Annð að vera á móti:
- þjóðsöngnun
- fjallkonunni
- Jóni Sigurðssyni og sjálfstæði þjóðarinnar
Skömmin er núna mótmælendanna.
Þjóðsöngurinn ætti að fá friðhelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri Jón Sigurðsson á lífi þá hefði hann staðið fremstur í hópi mótmælenda.
"Vér mótmælum allir" þeim mannréttindabrotum og kúgun þjóðar sem viðgangast 17. júní sem aðra daga.
"Vér mótmælum allir" þeim mannréttindabrotum og kúgun þjóðar sem reynt er að fela 17. júní með lýðskrumi og rangfærslum.
"Vér mótmælum allir" þeim mannréttindabrotum og kúgun þjóðar sem gert hafa 17. júní að innantómri lofgjörð stjórnvalda á egin ágæti.
"Vér mótmælum allir" þýlindi þeirra sem ekki mótmæla.
Ufsi (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 20:27
Sýnir best hversu heilalausir "þessir" mótmælmendur eru
hlusta ekki á neinn - taka ekki tillit til neinna
ég, ég, ég ég - aðrir eru bara skítur undir skónum sem þarf að traðka á
Grímur (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 20:33
Ufsi. Heldur þú að Jón væri ekki líka að sækja um inngöngu í ESB?
Annars er innlegg þitt, eins og venjulega, ekki í takt við færsluna og faraskennt.
Magnað að þú skulir sjálfur leggja þig svona hart fram við að fylla þann flokk, sem ég fjalla um í fyrstu setningunni.
Benedikt V. Warén, 17.6.2015 kl. 21:21
Kúgunin sem Ufsi talar svo fjálglega um, er sennilega sú staðreynd að þjóðin hafnaði handónýtri vinstristjórn í síðustu kosningum.
Þjóðin kúgar sumsé Ufsa og aðra vinstrimenn.
Og leyfir sér í ofánalag að halda þjóðahátíðardaginn hátíðlegan.
Auðvitað er það gróft mannréttindabrot, að þjóðin skuli kjósa sér einhverja aðra stjórn, en þessa vinstrisinnuðu fáráðlinga, sem telja sig réttborið yfirvald á Íslandi.
Þegar maður heldur að vinstrimenn geta ekki verið meiri vitleysingar, koma þeir manni skemmtilega á óvart.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 21:31
Gleðilegan Þjóðhátíðardag Benedikt og mikið er ég sammála þér. Ég er búin að lesa bækurnar um Jón Sigurðsson og hann væri ekki að sækja um inngöngu í ESB tel ég eftir lestur þann.
Hilmar já merkilegt hvernig vinstrimönnum tekst þetta.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.6.2015 kl. 22:00
Jón Sigurðsson sagði aldrei "Vér mótmælum allir". Það sem hann sagði á fundinum 9. ágúst, eftir að Trampe greifi hafði látið þung orð falla í garð fundarmanna og sleit fundi var: „Þá mótmæli ég þessari aðferð...“
Um leið og Trampe og forseti Páll Melsted viku frá sætum sínum, mælti Jón: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“
Þá risu þingmenn upp og mæltu nálega í einu hljóði: „Vér mótmælum allir.“ Vitnum rétt í söguna.
En annara orða þá óska ég Íslendingum til hamingju með daginn.
Jóhannes (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 22:52
Grímur, Hilmar, ingibjörg Guðrún og Jóhannes, þakka ykkur öllum innlitið, - hlýjar kveðjur.
Ufsi fær hins vegar kaldar kveðjur, í takt við innlegg hans.
Benedikt V. Warén, 17.6.2015 kl. 23:11
Ég er hjartanlega sammála Benedikt. Grímur Ingibjörg Guðrún og Jóhannes,Þakka ykkur. Og Ufsi, sinntu út í haf og láttu hvorki sjá þig né heyra á þurru land aftur.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.6.2015 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.