13.3.2015 | 17:18
Það er ekki hægt að ljúga upp á VG.
Lofuðu fyrir kosningar að ganga ALLS EKKI Í ESB.
Seldu síðan Samfylkingunni sálu sína fyrir ráðherrastóla og þá var allt í einu ekkert nauðsynlegt að fara ALLS EKKI Í ESB.
Er hægt að bjóða þjóðinni upp á meiri skrípaleik, en þann sem er núna í boði Vinstri-Grænna?
Hvað kallast það, að biðja erlend ríki um aðstoð gegn ríkjandi stjórnvöldum?
Eru einhverjir ekki komnir út á ansi þunnan pólitískan ís?
Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nú meiri skrípaleikurinn, svei mér þá. Og mestu kosningasvik ever var einmitt svik VG fyrir þar síðust kosningar, enda hlutu þeir sína refsingu síðast ásamt Samfylkingunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 17:35
Sæl Ásthildur.
Ætli kjósendur VG séu sáttir við þessa opinberun Katrínar, um að flokkur hennar vilji innlima Íslands í ESB?
Er ekki tímabært að hún hoppi bara með allt VG bixið uppí hjá Samfylkingunni?
Benedikt V. Warén, 13.3.2015 kl. 17:58
Jú eiginlega ætti það að vera í framhaldinu. Þeir eru hvort sem er orðin ómarktækur flokkur sem andstæðingar ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 18:21
Og þessu lofuðu núverandi ráðherrar stjórnarflokkanna: https://www.youtube.com/watch?v=014HKVcM58w&app=desktop
Ekki mikið að marka það heldur...
Skúli (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 15:56
VG skiptir engu máli lengur. Ekki heldur misheppnaðar athafnir fyrr eða núverandi ríkisstjórna.
Alvörumálið er - eins og Benedikt skrifar, "Hvað kallast það að biðja erlend ríki um aðstoð gegn ríkjandi stjórnvöldum."?
Kolbrún Hilmars, 14.3.2015 kl. 18:53
Skúli. Allt samfélagið var gegnsýrt af lýginni að "kíkja í pakkann" í boði Samfylkingarinnar. Það eina sem Bjarni og Sigmundur eru sekir um, er að trúa SF augnablik.
Þú gætir væntanlega upp lýst okkur hin, hvað kom út úr því að "kikja í pakkann" í þeim málum sem opnað var fyrir!
Skúli. Kíktu á þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
Benedikt V. Warén, 14.3.2015 kl. 21:42
Kolbrún, takk fyrir innlitið.
Benedikt V. Warén, 14.3.2015 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.