15.2.2015 | 16:01
Þjóðnýta banka, sem uppvísir eru að glæpastarfsemi.
Í hverju landi eru lög, sem þegnar landsins verða að beygja sig undir, ella eiga þeir á hættu að fá sektir og eftir atvikum refsingu í formi sekta og/eða frelsissviftingar.
Fyrirtæki sem ekki fara að leikreglum eiga það sama yfir höfði sér. Banka- og fjármálastofnanir, sem beinlínis gera út á það að finna smugur í landslögum og gera út á það að þjónusta efnaða einstaklinga aðstoða þá við að skjóta undan skatti, eiga að sæta því að vera þjóðnýttar.
Séu lögin ekki nægjanlega skýr, verður að skerpa á þeim þannig að fullkomlega verði ljóst þessum stofnunum, að ef minnsti grunur vaknar um misferli, verði hægt að leysa stjórnendur umsvifalaust frá störfum og að stjórnvöld yfirtaka starfsemina.
Vill að tekið verði hart á HSBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.