30.6.2014 | 13:14
RÚV við sama heygarðshornið.
Ótrúlegt að hlusta á Útvarp allra landsmanna hamast við að finna einhverja talsmenn þess, að færa EKKI ríkisstofnanir út á landsbyggðina.
Hisn vegar ætti það ekki að koma manni á óvart, stofnun sem lagði niður allar stafsstöðvar sínar á landsbyggðinni og rústaði Rás 2, sem var með starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Ekki skemmir heldur fyrir í þessari ófrægingarherferð, að Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn á þjóðarskútunni ásamt Sjálfstæðisflokknum. En það er stofnuninni nægt tilefni til að beita öllum meðulum til að reyna að draga úr trúverðuleika ríkisstjórnarinnar. Skiptir þá engu þó þurfi að toga og tegja á sannleiknum í allar áttir.
RÚV = Útvarp Reykjavík góðan daginn!
Athugasemdir
Stofnun sem þurfti að þola niðurskurð og lagði niður allar stafsstöðvar sínar vítt og breitt á landsbyggðinni vegna fjárskorts virðist ekki fagna 200+ milljóna kostnaði skattgreiðenda við óþarfan flutning 50 manna stofnunar í eitt bæjarfélag.
Ufsi (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 14:05
Nákvæmlega rétt hjá þér Ufsi, eða þannig, - enda var flutningurinn ekki til Reykjavíkur. Það er náttúrulega vítavert.
Það veltir upp annarri spurningu, hvers vegna er RÚV að reka tvær útvarpsrásir, sjónvarpsrás og íþróttasjónvarpsrás, sem þó sjaldnast er notuð undir íþróttafréttir.
Ekki heyrðist múkk í fréttastofu RÚV þegar símsvörunin 118 var lögð niður á Egilsstöðum.
Ekki heyrðist múkk í fréttastofu RÚV þegar Fasteignamat ríkisins var lagt niður á Egilsstöðum.
Ekki heyrðist múkk í fréttastofu RÚV þegar Svæðisstöð Vegagerðarinnar var flutt frá Reyðarfirði.
Það ætlaði hins vegar allt um koll að keyra á fréttastofu RÚV þegar skóræktarstjóra ríkisins var fundinn staður í jaðri Hallormsstaðarkógar.
Benedikt V. Warén, 30.6.2014 kl. 15:26
"Stofnun sem þurfti að þola niðurskurð og lagði niður allar stafsstöðvar sínar vítt og breitt á landsbyggðinni vegna fjárskorts virðist ekki fagna 200+ milljóna kostnaði skattgreiðenda við óþarfan flutning 50 manna stofnunar í eitt bæjarfélag." --- Sennilega hefðu margar stofnanir sem hafa dregið saman á landsbyggðinni getað notað þessa peninga til að þjónusta íbúa landsbyggðarinnar áfram. Hvort sem það væri fréttaflutningur úr heimabyggð eða læknisþjónusta sem nú þarf að sækja til Reykjavíkur. Flutningur Fiskistofu er ekki að bæta þá skerðingu á þjónustu sem landsbyggðin hefur mátt þola í nafni sparnaðar.
Símsvörun einkafyrirtækisins 118/já.is var lögð niður á Egilsstöðum og á Ísafirði 2008 og á Akureyri 2011.
Fasteignamat ríkisins ákvað að leggja niður skrifstofu á Egilsstöðum og í Borgarnesi 2008. Við það töpuðust 3 störf, á sama tíma var fjölgað um 7 á Akureyri og fækkað um 6 í Reykjavík.
Vegagerðin ákvað að flytja yfirstjórn á Austurlandi frá Reyðarfirði til Akureyrar. Svæðisstöðin er enn starfandi á Reyðarfirði, verkefni fluttust til en ekki störf.
1990 var aðalskrifstofa Skógræktar ríkisins flutt frá Reykjavík til Egilsstaða. Það eina sem fjölmiðlum þótti fréttnæmt úr skóræktinni voru Mógilsárdeilurnar sem höfðu ekkert með flutninginn að gera.
Ýmis einkafyrirtæki og ríkisstofnanir taka ákvarðanir, breyta og hagræða í sínum rekstri án þess að það rati í fjölmiðla. Oftast eiga kostnaðarsömustu, tilgangslausustu og heimskulegustu framkvæmdirnar auðveldast með rata í fréttir.
Hvers vegna er RÚV að reka tvær útvarpsrásir, sjónvarpsrás og íþróttasjónvarpsrás, sem þó sjaldnast er notuð undir íþróttafréttir? --- Rás 2 ber sig á auglýsingatekjum en gamla lögbundna gufan er rekin með miklu tapi, starfsstöðvarnar á landsbyggðinni voru hluti af rekstri gömlu gufunnar. Með sjónvarpsrásirnar veit ég ekki, finnst sjálfum að 5 mínútur í fréttatíma sé yfirdrifin umfjöllun um íþróttir og dagskráin sjálf ekki freistandi en treysti ekki alveg eigendum 365 til að vera einráðum um fréttaflutning í sjónvarpi á Íslandi.
Ufsi (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 18:02
Já Ufsi. Á sama tíma og allir eru að fara á límingunum vegna 30 einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, gera menn lítið með álíka mannfjölda frá Djúpavogi, sem er verið að hrókera til Grindavíkur. Hvað þyrfti marga úr Reykjavík til að jafna þá höfðatölu og setja upp prósentvís.
Jafnframt er áhugavert að velta því fyrir sér, að lítið mál virðist vera að leggja niður umfangsmikla starfsemi tengdum Reykjavíkurflugvelli og færa til Keflavíkur með tiheyrandi skerðingu á aðgengi landsbyggðarinnar við höfuðborgina.
Auðvitað veltir maður alvarlega fyrir sér, er ekki verið að tala út um sama gatið þarna á suðvesturhorninu?
Benedikt V. Warén, 1.7.2014 kl. 13:27
Oft er það málið hver ber kostnað við starfsemina. Þannig getum við skattgreiðendur ekki gert neinar kröfur þegar einkafyrirtæki ákveða að spara. Eins er það Reykvíkinga að ákveða hversu mikinn kostnað þeir vilja bera af starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Ekki nema við förum við að krefjast þess að skattar verði hækkaðir svo ríkið geti kostað óhagkvæman rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni og greiði Reykjavíkurborg tapið af því að hafa flugvöllinn þar sem hann er. Við sem skattgreiðendur getum gert kröfur þegar skattfé okkar á að nota en getum lítið sagt öðrum hvernig þeir eigi að fara með sitt fé, það verður aldrei annað en geðvonskulegt nöldur. Vilji Reykjavíkurborg eða einkaaðili hætta að styrkja starfsemi sem gagnast landsbyggðinni þá eru skattgreiðendur bara áhorfendur komi þeir ekki með peninga til að fjármagna óskir sínar. "Gatið" sem borgar ræður.
Svo má benda á það að það er stór munur á að flytja unga erlenda farandverkamenn og miðaldra fjölskyldufólk. Enda sýndi það sig að fiskvinnslufólkið var flest tilbúið til að fara strax og þeim voru sýnd nýju heimkinnin í Grindavík en búist er við að fæstir starfsmanna fiskistofu vilji rífa upp djúpar rætur og flytja, enda halda þeir launum frá skattgreiðendum í mánuði og ár án vinnuskyldu kjósi þeir að fara ekki.
Ufsi (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 15:38
Reykjavíkurflugvöllur: Á ríkið að byggja nýjan flugvöll? Hvers vegna? Hvað kostar það?
Mér skilst að það hafi verið opinbert apparat sem kallaði á breytinarnar á Djúpavogi. Nefnilega Landsbankinn. (Sel það ekki dýrara en....)
Fiskistofa: "Svo má benda á það að það er stór munur á að flytja unga erlenda farandverkamenn og miðaldra fjölskyldufólk."
Er þá ekki tímabært að yngja upp og fá nýtt blóð inn í Fiskistöfu? Fólk þarf af ýmsum ástæðum að flytja af landsbyggðinni, líka "miðaldra fjölskyldufólk" og ég vorkenni engum að flytja milli staða innanlands og aðlagast nýju umhverfi. Það er hægt að hringja, aka, fljúg, skrifa, skypa, blogga o.m.f. ef einangrunin er alveg að gera útaf við fólk. Ég vorkenni þessu fólki ekki rassgat.
Benedikt V. Warén, 1.7.2014 kl. 16:09
Það hvað ríkið gerir í málefnum landsbyggðarinnar kemur Reykjavíkurborg ekkert við. Reykjavíkurborg hagar sínum rekstri eftir óskum sinna íbúa og því fjármagni sem hún hefur frá þeim en ekki eftir óskum ríkis og landsbyggðar. Ef ríki og landsbyggð eru ekki tilbúin til að fjármagna dæmið með greiðslu kostnaðar eða nýjum flugvelli er það ekki vandamál Reykjavíkur. Reykjavíkurborg er ekki rekin til að spara ríkinu útgjöld.
Ef valið stendur um það að lækka kostnað og borga af lánum eða reka áfram óhagstæðar einingar með miklum tilkostnaði þá er ekkert óeðlilegt við það þó lánastofnunin gefi ekki eftir og heimti að lántaki standi við skuldbindingar sínar.
Þú þarft ekkert að vorkenna þessu fólki. Þetta snýst ekki um fólk heldur peninga okkar sem verið er að taka frá nauðsynlegum verkefnum í gagnslausa framkvæmd. Ég var að benda á að hvatinn til að flytja norður er sama og enginn. Og þetta eru fastráðnir ríkisstarfsmenn með mikil réttindi en ekki lausráðnir farandverkamenn með lágmarks réttindi. Flestir halda launum í mánuði og jafnvel nokkur ár og eiga auðvelt með að finna aðra vinnu. En erfiðlega getur reynst að finna ungt fólk með menntun og reynslu á þessu sviði til að fylla heila stofnun. Og það má einnig athuga það að þetta er sá hópur sem auðveldast á með að fá vinnu erlendis á margföldu því kaupi sem býðst á Akureyri. Þannig að gáfulegast væri, fyrir þá sem vilja breyta til, að þiggja greiðslurnar frá skattgreiðendum og flytja til Noregs.
Ufsi (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 18:36
Ufsi. Þú setur upp skemmtilega hringekju.
Ríkið á að borga nýjan flugvöll sem stjórnendur Reykjavíkur vilja burt af landi ríkisins. Reykjavík á þá væntanlega, skv. skilningi mínum á flettunni þinni, ekki að greiða neinar skaðabætur vegna landvinninganna, hvorki til ríkis, fyrirtækja né einstaklinga sem eru með verðmæti innan flugvallargirðingarinnar.
Nýr flugvöllur kostar nokkra milljarða og svo ert þú að fárast yfir skitnum 200 milljónum í flutningi á stofnun á milli hreppa.
Ég hef engar áhyggjur af vöntun á ungu menntuðu fólki fyrir norðan. Það er nefnilega ekkert lögmál að slíkir einstaklingar fæðist bara innan borgarmúranna sunnanlands og þó svo að einhverjir detti í heiminn þar, geta þeir verið af landsbyggðar bergi brotnir og leiti fyrir rest í heimahagana.
Farðu nú að auka þér víðsýni og reyndu að átta þig á því að það býr líka venjulegt, velgert, menntað fólk austan Ártúnsbrekku.
Benedikt V. Warén, 1.7.2014 kl. 19:41
Ríkið á innan við helming landsins undir Reykjavíkurflugvelli og Reykjavíkurborg fer með skipulagsvaldið sama hver á landið. Það eru mörg ár síðan ákveðið var og sett í löglegt skipulag að flugvöllurinn færi. Allir sem þar hafa rekstur hafa vitað af þessu og haft rúman tíma og vita að þeir starfa þar fyrir náð og miskunn borgaryfirvalda.
Nýr flugvöllur kostar nokkra milljarða og það verður ábyggilega umdeilt hvort þörf verður á þeim útgjöldum ef það verður einhverntíman ákvörðun ríkisins. Ég kýs að gagnrýna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið frekar en þær sem einhver mögulega gæti kannski tekið einhverntíman.
Það er ekkert lögmál að einstaklingar með sérhæfða menntun fæðist bara innan borgarmúranna sunnanlands. En það virðist vera lögmál að þannig einstaklingar starfa helst aðeins innan borgarmúranna sunnanlands eða erlendis eins og alvarlegur lækna og sérfræðingaskortur landsbyggðarinnar sýnir. Það er nú þegar vöntun á ungu menntuðu fólki fyrir norðan og þeim fer fækkandi þrátt fyrir að ekki skorti vinnuna.
Það er ekki víðsýni að rugla saman hagsmunum skattgreiðenda, ríkisstofnana, Reykjavíkurborgar, einkafyrirtækja og landsbyggðar í hrærigraut rökleysu sem á að réttlæta sóun á skattfé.
Ufsi (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 22:09
Ufsi.
Þú víkur þér undan því að svara beinum spurningum. Er Reykjavíkurborg skaðabótaskyld skv #6 hér að framan. Það er löggjafi í landinu, sem breytt getur lögum, jafnvel skipulagslögum ef ríkir almannahagsmunir kalla á það. Meiri hluti landsmanna er á móti niðurlagningu flugvallarins og það sama gildir um íbúa höfuðborgarinnar.
Landsbyggðarmenn eru að greiða hlutfallslega meira í samneysluna en Reykvíkingar og í því ljósi ættu þeir síðarnefndu ekki að setja sig á háan hest þegar fjallað er um fórnarkostnað við að rétta slagsíðun sem hallar á landsbyggðina í atvinnulegu tilliti hins opinbera.
Hagsmunir landsbyggðar sem skattgreiðenda gagnvart ríkisstofnunum eru beintengdir og óþarfi að væna mig um skort á víðsýni og rökleysu. Þar hittir þú sjálfan þig fyrir hastarlega.
Benedikt V. Warén, 1.7.2014 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.