Enginn í Reykjavík er "RASANDI" þegar....

...opinber störf eru lögð niður á landsbyggðinni, í formi skipulagsbreytinga og tilfærslna.  Og merkilegt nokk, -oftast eru önnur sambærileg störfum komið á í Reykjavík í kjölfarið.  Þá er það talin eðlileg stjórnsýsla og hagræðing.  Starfsmenn og fjölskyldur eru samt á bak við hvert starf á landsbyggðinni, sem þannig er hrókerað burt, alveg eins og í Reykjavík.

Margsinnis hef ég orðið vitni af skelfingu fólks úr Reykjavík, í fundarferðum sínum út á mörkina, þegar minnsti grunur hefur vaknað um að það komis ekki heim samdægurs.  Þetta fólk dettur í breytingarskeyð kvenna, jafnvel fílefldustu karlmenn, sem svitna og kólna á víxl og ekkert má útaf bera að þeir bresti ekki í grát. Oft hefur legið nærri að kalla hafi þurft út áfallateymi til að taka þessa einstaklinga í áfallahjálp.

Ég get því vel skilið að þetta fólk sé slegið, landsbyggðin er náttúruleg þvílíkur voða staður að þar getur ekki búið fólk með fullu viti.

Vegalengdir, samgöngur, heilsugæsla, skólamál, tölvusamband og öll önnur nútíma þægindi landsbyggðarinnar, er heldur ekkert vandamál, fyrr en Reykvíkingur þarf að reyna það á eigin skinni.

 


mbl.is „Ég er alveg rasandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, mikið rétt hjá þér!

En kostnaður flutnings Fiskistofu er á milli 100-200 milljónir!

Og hvert er hagræðið???

L.T.D. (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 23:26

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Oft er hagræðið fólgið í því að losna við einstaklinga, sem eru kulnaðir í starfi og skila engri framlegð.

Hagræðið getur einnig verið fólgið í ódýrara húsnæði og styttri vegalengdum.

Hagræðið getur verið í því að vera nær þeim sem mest nota viðkomandi stofnun/fyrirtæki.

Benedikt V. Warén, 30.6.2014 kl. 11:30

3 identicon

Getum örugglega verið sammála um að ekki sé heiðarleg framkoma að " losa " við fólk eins og hvert annað rusl með þeim lævísa hætti sem þú lýsir, þótt svo að það skili ekki framlegð, hvar sem það býr.

Og hvað með það fólk sem skilar framlegð í starfi og hefur þá hæfni til að valda því starfi sem þarf að leysa af hendi?

Og hver segir að svo sé?

Öllu starfsfólki er boðin áframhaldandi vinnu fyrir norðan!

Eru mörg húsnæði á Akureyri sem henta þessari starfsemi norður á Akureyri ef allt starfsfólk ákveður að taka slaginn?

Verðor húsnæði endilega ódýrari vegna lítils framboðs á hentugu húsnæði?

Hvar er stysta vegalengdin í kringum 200 mílna hafscæði Íslands og fiskeldi miðað við landlegu ?

Sannarlega sammála þér að " sunnanfólk " vill væla meir ef að því er kreppt, en það tilheyrir landsbyggðinni jafnt á við alla aðra sem búa á Íslandi.

L.T.D. (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 03:12

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bara svo það sé á hreinu L.T.D. þá er ég ekki að færa fiskistofu og hef ekki kannað hvorki húsnæðismál fyrir fyrirtækið né íbúðarmál. Treysti því að þeir sem ákvarðanir taka, séu með þetta á hreinu.

Ef fólk er ekki tilbúið að fylgja fyrirtækinu og standa á bak velferð þess, er best að það víki. Þeir einstaklingar bera hvort eð er ekki velferð fyrirtækisins fyrir brjósti þegar og ef þeim býðst betri staða og eru þá tilbúnir að taka mal sinn og hatt og taka flugið út í óvissuna, - jafnvel til Noregs. Þá mega eigendur fyrirtækisins éta það sem úti frýs. Er ekki tímabært að yngja upp og fá nýtt blóð inn í Fiskistöfu? Það býr fullt af heilbrigðu, menntuðu ungu fólki á lansbyggðinni. Kynntu þér málin.

Fólk þarf af ýmsum ástæðum að flytja af landsbyggðinni, það er lítið fjasað um það ef það er flutningur á suð-vestur hornið. Hins vegar ef það er í hina áttina hefst ámátlegur væll um hroka og yfirgang stjórnvalda.

Ég vorkenni engum að flytja milli staða innanlands og aðlagast nýju umhverfi. Það er hægt að hringja, aka, fljúga, skrifa, skypa, blogga o.m.f. ef einangrunin er alveg að gera útaf við fólk.

Ég vorkenni þessu fólki ekki rassgat.

Benedikt V. Warén, 1.7.2014 kl. 16:25

5 identicon

Hah! Auðvitað ekki! Og hví ættu þær að heyrast?

Ekki má sjá annað en að stjórn Akureyrar sé himinlifandi yfir þessu, bæði á tækifærinu til að opna ný störf á háan kostnað ríkissjóðar og slæmri meðferð á starfsmönnum.

Á sama máta má þá segja að landsbyggðin á ekki rassgat vorkunn skilið, þetta virkar á nákvæmnlega andstæðan hátt þegar störfin flytjast í hina áttina, það heyrist bara ekki jafn hátt því það er ekki mikið af röddum þar til að byrja með.

Það breytir samt sem áður engu að starfshættir ráðherra sem flytja störf um á þennan hátt, í hvora áttina, sýnast með öllu vera einfaldlega ömurlegir og fullir óvirðingu.

"Ef fólk er ekki tilbúið að fylgja fyrirtækinu og standa á bak velferð þess, er best að það víki. Þeir einstaklingar bera hvort eð er ekki velferð fyrirtækisins fyrir brjósti þegar og ef þeim býðst betri staða og eru þá tilbúnir að taka mal sinn og hatt og taka flugið út í óvissuna, - jafnvel til Noregs. Þá mega eigendur fyrirtækisins éta það sem úti frýs."
Einn af gamla skólanum, eins mikið og fyrirtæki í dag taka starfsmenn sína óþvegið í afturendann, hvort sem um sé að ræða starfsmenn sem bera fullt hjarta til fyrirtækisins og hafa starfað hjá því í áratugi (eins og í þessu tilfelli) eða lötustu dólga. Þú berð ekki velferð fyrirtækis fyrir brjósti ef fyrirtækinu er skítsama um þig á móti kallinn, kannski þarf aðeins að yngja upp hugsunarháttinn í þessum gamla skóla fyrirtækjahollustu svo þeir muni hví þeir bera hana hátt uppi til að byrja með.

K M (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 17:51

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll KM (Kristján Möller?)

Það hefur alltaf borið lítið á áhuga Reykvíkinga á vanda íbúa landsbyggðarinnar, nema þegar kemur að fjármunum hennar. Sannað er að landsbyggðarfólk leggur hlutfallslega meira til samneyslunnar en þéttbýlisbúar við Faxaflóa.

Ég ætla ekki að svara fyrir gjörðir ráðamanna, en ef þú rífur af þér plástur gerir þú það með snöggu handtaki. Það er sárt fyrst en svo jafnar það sig fljótt.

Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju fólk vill vinna hjá fyrirtæki sem "taka starfsmenn sína óþvegið í afturendann". Það er þá eitthvað að starfsmönnunum líka. Flestir stjórnendur fyrirtækna bera hag starfsmanna fyrir brjósti vegna þess að það er hagur hvers fyrirækis að hafa ánægða starfsmenn og hæfa. Suma starfsmenn er aldrei hægt að gera til geðs, þeir eru alltaf fúlir á móti. Sama má einnig segja um suma stjórnendur. Þá er bara að skipta þeim út fyrir skárri.

Það breytir ekki því, ekkert er eilíft og því ber að taka hlutina á jákvæðan hátt. Það er ekki heimsendir hjá fullfrísku fólki að flytja út á land, - jafnvel þó það sé til Akureyrar.

Benedikt V. Warén, 2.7.2014 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband