3.3.2014 | 16:16
Pólitísk hungursneyð
Landsmenn er að refsa ríkisstjórninni, m.a. vegna meintra svika hennar við þjóð sína, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarumræður að ESB. Er virkilega ekkert merkilegra að gera í þjóðfélaginu en að snúa út úr orðum stjórnarliða og skella skollaeyrum við rökum ráðamanna í ESB? Þetta ber vott um málefnafátækt pólitískra andstæðinga og ákafri þörf til að leita hefnda fyrir kosningaósigur á s.l. ári.
Í allri umræðunni virðist sem menn séu stöðugt að bera saman epli og appelsínur í aðildaferlinu að ESB. Upphaflega var farið í ESB vegferðina til að kikja í pakkann. Þegar það reyndist orðin tóm, var farið að tönglast á Þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldið. Nú virðist það vera annar frasi sem engin innistæða er fyrir. Samt halda menn áfram að kalla á torgum og götuhornum. Er furða þó það flökri að manni að Pisa-könnunin gefi ýmislegt annað til kynna, en slaka kennara og ónýta námsskrá?
Vissulega er hægt að kjósa um hitt og þetta. Sumt hefur lítinn tilgang en í nokkrum tilfellum á að kjósa um ágreiningsmál, eins og t.d ICESAVE og hvort hefja átti aðildarumræður um inngöngu í ESB. Kosið var um ICESAVE en ekki um upphaf aðildaviðræðna að ESB. Það virðist hins vegar vera aukaatriði í allri umræðunni, svo merkilegt sem það er. Hvers vegna var því ekki mótmælt á sínum tíma?
Af og til koma fram kröfur um að kjósa um eitthvað sem er marklaust að kjósa um. Það er auðvita hægt að kjósa um það hvort veðrið í Reykjavík eigi að vera gott alla daga, en það hefur lítinn tilgang. Veðurfræðingar geta tekið það til greina, en líklegra en ekki að þeir vinni sína vinnu út frá öðrum gögnum.
Það er vissulega hægt að kjósa um það hvort við viljum halda áfram aðildarviðræðum við ESB eða ekki. En það hefur litla þýðingu. Það er í hödum Alþingis að ákveða það. Alþingismenn geta vissulega tekið slíka kosningu til greina, en líklegra er að þeir vinni út frá öðrum forsendum.
Best er að höggva á þennan Gordonshnút, með að kjósa um eftirfarandi:
Villt þú aðild að ESB?
__ Já
__ Nei
Það er það eina, sem er virkilega vert að kjósa um í þessu sambandi. Annað eru pólitískar flugeldasýningar, sem lítið skylt á við hagsmuni og velferð Íslands.
40,9% styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ALgjörlega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2014 kl. 17:54
Algerlega sammála, líkt og Ásthildur.
Gunnlaugur I., 3.3.2014 kl. 21:28
Ásthildur og Gunnlaugur.
Þakka innlitið. Verð að segja, oftast er ég einnig ánægður með það sem þið skrifið og er sammála því.
Eigið góðan dag.
Kveðja að austan.
Benedikt V. Warén, 4.3.2014 kl. 10:13
Sömuleiðis Benedikt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2014 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.