4.1.2014 | 11:39
Vá! Er þetta frétt?
Rúta með sextíu manns, varð að bíða við einbreiða brú í nágrenni Hornafjarðar í gær, vegna þess að fólksbíll var á leiðinni yfir brúna. Þegar fólksbíllinn var komin hjá, komst rútan klakkaust yfir.
Talsvert uppnám varð meðal farþega af þessum sökum og einn bloggaði um þessa hræðilegu lífsreynslu sína.
Þetta gæti einnig að vera frétt hjá gúrkuleitandi fréttamönnum.
Glelðilegt ár.
Flugvél var fyrir á flugbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flugvél á ekki að fá leyfi til lendingar nema að flugbrautin sé auð... Augljóslega er það stórhættulegt. Hvað ef flogið og lent hafi verið í blindflugi og flugstjórnarnir ekki séð hina flugvélina fyrr en of seint? Þetta er aðeins alvarlegra mál en rúta að bíða við einbreiða brú.
Kristján (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 12:03
Kristján hvar kemur fram að vélin hafi fengið lendingarheimild? Hún fékk hana einmitt ekki heldur sendi flugturninn vélina í fráhvarfsflug, aldrei hætta á ferðum heldur var flugturninn einmitt að skapa meira öryggi.
Guðmundur (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 12:16
Kristján, þakka innlitið. Flugvél er ekki eins og bremsulaus járnbrautalest á spori. Flugvélar fá heimild til að hefja aðflug, þó margar aðrar séu á undan í felinu. Ímyndaðu þér Heathrow flugvöll ef engin vél er á flugbrautinni á meðan önnur er á stuttri lokastefnu. Það mundi ekkert ganga í afgreiðslu flugvéla, það kallaði á óhemju biðflug, eldsneytiseyðslu (mengun) og töfum fyrir farþega.
Það er ekkert óeðlilegt við það að flugvél hætti við lendingu. Það er til að tryggja öryggi. Skýringin kann að vera einföld. Sá sem lenti á undan er ókunnur flugvellinum og hefur ef til vill misst að akstursbraut (taxiway) og við það tefst að braut sé rýmd. Það gæti eitthvað snjóhreinsitækið tafist á braut, og þá getur orðið truflun. Öll þjálfun áhafnarinnar miðast við það að vera vakandi yfir því, að hvenær sem er gæti þurft að hætta við lendingu, án þess að neitt sé alvarlegt við það.
Þetta er því nákvæmlega eins og þegar rúta þarf að bíða við einbreiða brú. Alvarlegra er það ekki.
Þetta er mín skoðun miðað við það sem ég hef lesið og viðtal við Friðþór Eydal. Það breytir ekki því, að í sumum tilfellum getur um alvarlegt atvik verið að ræða og ber þá að sjálfsögðu að kanna það sem slíkt.
Benedikt V. Warén, 4.1.2014 kl. 12:24
Þetta er hárétt hjá Benedikt.
Þetta mun ekki einu sinni vera flokkað sem atvik hjá Isavia.
Enda er þetta ekkert einsdæmi.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 12:41
Hárrétt viðbrögð Benedikt. Þessi fréttamennska er léleg og til þess fallin að valda kvíða hjá fólki sem ekki veit hvernig flutningaflugi er stjórnað. Það eru nærri 600 fráhvarfsflug á ári á Heathrow og þykir ekki fréttnæmt.
Sjá upplýsingapésa: http://www.heathrowairport.com/static/Heathrow_Noise/Downloads/PDF/GoArounds11.pdf
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 16:19
Birgir og Sigurður Ingi. Þakka innlitið.
Því miður virðist allt flugtengt verða að atviki í hugum margra, ef eitthvað bregður út af því sem þeir sömu telja vera eðlilegt. Þar kemur oftast næt til ókunnugleiki farþegans og flughræðsla.
Verst er þó þegar fréttamenn verða ítrekað uppvísir að blása upp atvik í flugi, sem eru léttvæg, svo ekki sé meira sagt, en úr penna fréttamannsins jaðrar hvert frávik á við stórslys. Aðvörunarljós í mælaborði er í þeirra mati nauðlending.
Man eftir einu atviki fyrir nokkrum árum sem varð að blaðamáli.
Fokker flugvél var á leiðinni frá Egilsstöðum til Norðfjarðar. Flugstjórinn er ættaður úr Seyðisfirði og vegna þess hve gott veðrið var, ákvað hann að fara yfir Fjarðarheiði, fljúga útsýsinflug út Seyðisfjörð fyrir Dalatanga og Nýpuna inn á Norðfjörð, enda lending inn fjörðinn. Tíminn að fara stystu leið og lækka út á Norðfjarðaflóann og skrúfa sig þar niður var svipaður og í þessari ákvörðun flugstjórans.
Til að lækka sig hraðar, voru settir á flapar yfir austubrún Fjarðarheiðarinnar og þegar réttum haraða var náð komu hjólin niður líka. Þá var vélin enn í Seyðisfirð og einungir nokkrar mínútur í lendingu á Norðfirði og lenti þar samkvæmt áætlun.
Flugfarþega varð um og ó og setti athugasemd í Morgunblaðið og vændi áhöfnina um að þeir væru ókunnugir staðháttum og hefðu reynt lendingu á Seyðisfirð en ekki Norðfirði.
Hvor var í þessu tilfelli með hlutina á hreinu, - farþeginn eða áhöfnin?
Benedikt V. Warén, 4.1.2014 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.