Sæstrengur, - gæluverkefni EXEL-nörda

Sæstrengur til að flytja raforku úr landi, er ein arfavitlausasta hugmynd sem komið hefur upp á Íslandi lengi.  Hún ruglar nokkra í ríminu og þeir fá einhverja raforku-glýju og dollaramerki í augun og léttur EXEL-sælustraumur skekur allan skrokkin á þeim.

Þetta er eins og að hætta að veiða allan fisk við landið og selja útlendingum aðgang að miðunum.  Við þurfum ekkert að gera annað en að telja peningana.

Trúa menn þessu bulli í alvöru???

Fjármunir sem verða í þessu verkefni, verða teknir úr sameiginlegum sjóðum, en innkoman lendir í vasa Landsvirkjunar í Reykjavík.  Sagan sýnir það, svo ekki verður um villst, að þeir sem eiga landið og orkuna þar sem verður virkjað, fá lítið sem ekkert í sinn hlut.

Jarðið þessa EXEL-hugsun, - og það strax.
mbl.is Arður af sæstreng óviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er alveg mark takandi á Tómasi Má Sigurðssyni og hann hefur mikið til síns máls.

EXEL er ágætt forrit, en samt allt of algengt að byrjað sé á útkomunni úr dæminu og svo reiknað þangað til dæmið gengur upp... þó ég sé ekki að segja að það sé endilega svo í þessu dæmi.

Það eru yfirleitt ýmsir óvissuþættir sem ekki er alltaf haft hátt um.

Alltaf góð innlegg hjá þér Benedikt.

Stefán Stefánsson, 28.12.2013 kl. 12:07

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Stefán. Þakk fyrir innlitið og gleiðileg jól.

Sammála þér, EXEL er fín "græja" en er eins og alkohólið, það þarf að umgangast það af virðingu og þá er allt í lagi.

Þeir sem ekki kunna með efnið að fara, koma óorði á hvorutveggja.

Benedikt V. Warén, 28.12.2013 kl. 14:05

3 identicon

*EXCEL

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 20:15

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Orðið sem þú þarf að þekkja er "orkutap." Veistu hve stór prósenta af rafmagninu tapast á allri þessari leið? Aldrei minna en 1/3.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.12.2013 kl. 20:34

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ásgrímur Hartmannsson.

Ég er rafeindavirki og þekki þar með nokkuð vel orðið "orkutap". Mér er fullkunnugt um ókosti þess að flytja raforku um langan veg og benti mjög á það í umræðunni um virkjun á hálendi austan lands á sínum tíma, þegar áform voru uppi um að flytja orkuna suður á land og benti þá bæði í ræðu og riti á tapið við þá flutninga. Ég treyst mér hins vegar ekki til að staðfesta það sem þú setur fram, tel reyndar að þú sért að skjóta hátt yfir markið, en verulegt tap er vissulega fyrir hendi. Til að geta slegið fram tölum um tap, verður maður að þekkja kapalinn sem nota á í þetta verkefni, rafspennana og afriðla. Þar fara saman nokkrir þættir, s.s. efnið í málminum í þeim kapli sem verður notaður og jafnframt hve háa spennu verður hægt að nota, sem háð er einangrunarefni utan um leiðarana.

Óháð því hvort þetta er hægt eða ekki, verður hagkvæmt eða ekki, - er ég í grundvallaratriðum á móti því að leggja slíkan kapal. Mín bjargfasta trú er að nýta þessa orku hér heima og leggjast í rannsóknir hverig orkunni verði best varið í heimabyggð til að framleiða vörur til að minnka þörfina á innflutningi og eftir atvikum til útflutnings og gera meiri verðmæti og skaffa vinnu á öllum stigum samfélagsins.

Benedikt V. Warén, 28.12.2013 kl. 22:41

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jóhannes. Þakka ábendinguna, hún skiptir reyndar litlu í samhenginu, allir skilja við hvað er átt.

Benedikt V. Warén, 29.12.2013 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband