31.8.2013 | 17:37
Íslenska ríkið taki Vatnsmýrina eignarnámi....
....þar sem ríkir almannahagsmunir eru í húfi. Reykjavíkurborg á eingöngu lítinn part í Vatnsmýrinni og létt verk ætti að vera slíta þessa fáu fermetra út úr borginni.
Stjórnarskráin segir:
72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Ef Reykjavíkurborg stendur við sinn keyp, verður að grípa til þeirra meðala sem þarf til að hnekkja því. Ef skipulgasvaldið í stjórnarskránni er þessari grein yfirsterkari og ekki gengur að knýja fram eignarnám, verður að finna nýrri höfuðborg stað. Stað þar sem allir þegnar þjóðarinnar verði velkomnir til að þyggja, ekki eingöngu að vera áhorfendur og greiðendur framkvæmda misvitra borgarfulltrúa.
Þá kemur sterkt inn að fara að dusta rykið hugmyndum Trausta Valsonar og byggja höfuðborg landsins inn á hálendi Íslands og færa alla opinberan rekstur þangað. Þá verða svipaðar vegalengdir fyrir alla í stjórnsýslu, menntun og á hátæknisjúkrahús.
Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Einkaflug, Vinir og fjölskylda | Breytt 1.9.2013 kl. 13:20 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
Sigurður Haraldsson, 1.9.2013 kl. 00:17
Það eru margar höfuðborgir með meiri veglengd frá flugvelli og miðbog en vegalengdin er milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Reyndar eru mjög fáar höfuðborgir með flugvöll nánast ofan í miðborginni. Margar þeirra sem hafa verið með slíkan flugvöll nálægt miðborginni hafa byggt nýjan flugvöll utan borgarinnar einmitt til að fá flugvallarsvæðið undir byggð. Nýleg dæmi um það eru Ósló og Bangkok.
Það er því fráleitt að tala um það sem einhverja forsendu fyrir því að Reykjavík geti áfram verið höfðuborg að flugvöllurinn verð áfram í Vatnsmýrinni.
Og til að eignarmán á landi sé réttlætanlegt þá þurfa ríkir almannahgsmunir að mæla með því. Það er alls ekki tilfellið varðandi áframhaldandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri því það eru mun ríkari almannahgsmunir tendig því að fá Vatnsmýrina undir byggð heldur en nokkurn tíman að hafa þar flugvallarstarfsemi áfram.
Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 08:20
Sigurður. Óþarfi að ljúga um flugvelli. Þarf bara að nefna Kastrup til að jarða þetta rugl í þér um fjarlægð flugvalla frá höfuðborgum.
Annað sem þú þarft að hafa í huga. Við erum með eitt hátæknisjúkrahús. Eitt stykki.
Hvað heldur þú að milljóna samfélög hafi margar slíkar stofnananir innan landamæranna? Þú ert að bera sama hluti sem eru út í hött.
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 10:01
Vissulega eru til borgir með flugvöll nálægt miðborgum. En það eru ekki margar borgir sem eru markvisst að hafa þær nálægt sjúkarhúsum enda er mjög sjaldan sem tími er úrslitaatriði í sjúkraflutningum með flugvélum. En það er dýrt að byggja nýjan flugvöll og það er yfirleitt aðalástæða þess að flugvellir eru enn víða nálægt miðborgum. Ef nú væri verið að velja staðsetningu fyrir fluvelli í þeim borgum þá myndu menn aldrei velja að hafa þá nálægt miðbogunum.
Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 11:10
Sigurður G.
Gott að þú skulir átta þig á því að margar borgir hafa flugvelli innan bæjarmarkanna. Nefni svona í leiðinni London, Stokkhólm, Helsingfors. Nenni ekki að finna borgir Asíu til rökstyðja mál mitt frekar.
Annað sem furðar mig í umræðunni. Hvers vegna þarf ávallt að finna eitthvað sem er mikið verra en við höfum, til að réttlæta breytingar. Er það ekki markmið okkar að vera betri en aðrir, bæta þjónustuna og lífsgæðin? Mikið er það öfugsnúið að hafa það að markmiði að vera verri en aðrir, með lakari samgöngur og vonlausa þjónustu við landsbyggðarfólk.
Að enn öðru. Hver á að kosta það að byggja nýjan flugvöll? Reykjavíkurborg? Íslenska ríkið?
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 13:08
http://www.austurfrett.is/umraedan/616-hver-borgar-nyjan-reykjavikurflugvoell
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 16:32
Það eru fjölmargir flugvellir innan borgarmarka og í miðju borga álíka og brautirnar í Skerjafyrðinum. Andstæðingar brautanna tala alltaf um þær eins og alþjóðaflugvöll með öllu tilheyrandi. Það var algjör friður um völlinn þar sem hann er, þar til R listnn fór að borga sínu fólki til að kaupa gömul hús, gera upp og flytja í Skerjafjörðinn. þá upphófst gráturinn um flugvöllinn burt, og þéttingu byggðar.
K.H.S., 6.9.2013 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.