16.3.2013 | 13:45
Smáborgaraháttur Dags B. Eggertssonar
Þetta kallast þráhyggja í venjulegum skilningi þess orðs, að geta ekki hætt að hugsa um aðra kosti, þó ítrekað sé bent á vankanta þess að leggja niður flug úr Vatnsmýrinni.
Að geta ekki með nokkru móti skilið að venjuleg borg sem vill rísa undir því að kallast höfuðborg þegna sinna, er með samgöngur í lagi til og frá borginni. Flestar stærstu borgir heimsins eru byggðar á krossgötum vatna og stórfljóta vegna þess að í öndverður voru það "þjóðbrautir" viðkomandi landa og mikið lagt upp úr því að tengja vatnaleiðir saman með skurðum, skipastigum og jafnvel brúm fyrir skip og báta. Í þá daga skildu menn mikilvægi tengingu borga við landsbyggðina.
Nú hafa áherslur siglinga breyst og þær dregist verulega saman frá því sem var. Aðrir möguleikar eru nú í boði, s.s. bílar, lestir og flugvélar. Þetta skilja stjórnendur borga erlendis. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa lestarstöðvar í miðborgum og leitun er að borg, sem vill gera sig gildandi meðal þegna sinna, að ekki sé lestarstöð í miðbænum. Umfang lestarstöðva er eins og flugvallar, þegar tekið er tillit til lestarstöðvarinnar og sporanna að henni.
Það sem Degi B. Eggertssyni og félögum er ómögulegt að skilja, það eru engar lestir á Íslandi. Reykjavíkurflugvöllur er því lestarstöð okkar. Það fylgir vandi vegsemd hverri og það að vera höfuðborg lands, felur ekki eingöngu í sér að soga fjármunina frá landsbyggðinni, stjórnsýsluna eins og leggur sig, allar stofnanir og helstu skóla- og menntastofnanir. Það þarf að byggja brýr fyrir þá sem þjónustuna þurfa, ekki bara í Grafarvoginn.
Haldi borgin því til streytu, að leggja niður flug í Vatnsmýrinni og beita þvingunarúrræðum til að koma því á Hólmsheiðina, verður að gera annað tveggja:
1. Byggja hátæknisjúkrahúsið frá grunni á Hólmsheiðinni
2. Finna annað bæjarfélag sem gert verði að höfuðborg landsins
Stríðsyfirlýsing við landsbyggðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel skrifað hjá þér Benedikt og ég tek undir hvert einasta orð hjá þér.
Þetta er sannleikurinn í málinu.
Stefán Stefánsson, 16.3.2013 kl. 15:48
Þakka innlitið Stefán.
Benedikt V. Warén, 16.3.2013 kl. 17:06
Sammála
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.3.2013 kl. 20:38
Svoleiðis sammála.
Svo er ekki eins og það verði eitthvað hátæknisjúkrahús til á morgun, og allt vaðandi í fjármagni þar til.
Og nóg er svo sem af húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, hálfbyggð hverfi út um allar koppa grundir, - hvers vegna þarf að taka "lestarstöð landsmanna" undir eitthvað sem er til.
Að auki er víða til aðstaða í heilbrigðisþjónustunni úti á landi sem stjórnvöld hafa leitast við að skerða og niður leggja, og sumpartinn tekist. Því skal svo hlaða á LSH og svo ríkissjóð.
Sem betur fer hafa margar atrennur hinna nafnlausu misheppnast, t.d. fæðingardeildirnar í Eyjum og á Selfossi.
En gott er þó að það séu nöfn á bakvið hina heitu andstæðinga Reykjavíkurflugvallar. Legg til að þeir fái flugbann, - eða ekkert vegabréf. Það yrði flottur Dagur hjá Degi ;)
ATH, Ómar er með blogg um þetta líka. Þar talar maður með gamla reynslu!
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 21:48
Vel skrifað , ég er reyndar á því að ef þessir ágætu menn koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni þá er best að hann fari til Keflavíkur ásamt hátæknisjúkrahúsinu og líklega er best að Keflavík verði höfuðborgin okkar.
Gunnar Þór Ármannsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:38
Mikið sammála þér Benedikt. Það er ömurlegt að þurfa sífellt að hlusta á þá sem eiga að vinna að hag þjóðarinnar reyna að grafa undan samfélaginu eins og gert yrði með flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni.
Yrði innanlandsflugvöllurinn fluttur til Keflavíkur væri eðlilegt að byggja hátæknisjúkrahúsið þar og Árni Sigfússon yrði að sjálfsögðu borgarstjóri nýrrar höfuðborgar!
Á mynd með umfjöllun í Morgunblaðinu í gær sést að stærsti hluti flugvallarins, eins og hann er samkvæmt tillögu á Hólmsheiði, lendir í Mosfellsbæ en minni hlutinn er innan Reykjavíkur!
Ómar Bjarki Smárason, 17.3.2013 kl. 11:49
Þetta er með því vitlausasta sem ég hef lesið. Hólmsheiði er mun nær því að geta talist á krossgötum en Vatnsmýrin.
Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 12:59
Anna, þakka innlitið
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 13:48
Jón Logi, Flugklúbbur Egilsstaða ræddi á síðast aðalfundi sínum samskonar bann og þú talar um. Rétt að hrinda því í framkvæmd.
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 13:50
Gunnar Þór, Spurningin um að koma austur í Egilsstaði með allan pakkann. Nægjanlegt landrými, gott veður (kanski ekki einmitt í augnablikinu, - en....) mjög góður flugvöllur sem enginn amast út af og Egilsstaðir er það byggða ból sem er einna næst höfuðborg Evrópu,- Brussel.
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 13:57
Ómar Bjarki, þakka innlitið, en ég er ekki sammála Keflavíkurtillögu þinni, en að sjálfsögðu þarf að tryggja aðgengi að sjúkrahúsinu, þar með er talið sjúkraflug.
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 14:02
Jón Kr. Gaman að heyra frá þér og sérstaklega gleður það mína aumu sál að lesa þína innihaldsríku færslu.
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 14:10
Þú ert vonandi ekki að skilja mig svo, Benedikt, að ég sé að leggja til flutning flugvallarins til Keflavíkur því ég er að lýsa því sem e.t.v. yrði rökrétt afleiðing af flutningi innanlandsflugvellinum þangað. Höfuðborgin og stjórnsýslan ættu þá að fylgja með.
Ég vil hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þar sem hann er, og hefur lengi fundist allt hjal um að flytja hann þaðan mikil endaleysa. Fyrir mér hefur það blasað við að það er verið að huga að hagsmunum annarra en almennings þessa lands með því að reyna að losa land í Vatnsmýrinni.
Ómar Bjarki Smárason, 17.3.2013 kl. 18:58
Nei Ómar, ég skildi fullkomlega innlegg þitt hið fyrra. Kveðja að austan.
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 21:27
Gott mál, Benedikt. Og ég hef áður stungið upp á því að höfuðborgin verði flutt austur á land svo "bæjarfulltrúar" Reykjavíkur þurfi að fljúga austur eftir nauðsynlegri þjónustu. Spurning hvar þeir vildu hafa flugvöllinn þá.... Hef líka stundið upp á því að Gíslu Marteinn fái að gegna bæjarstjórastarfi á Austurlandi eða Ísafirði í nokkra mánuði að vetrarlagi svo hann geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni....
Ómar Bjarki Smárason, 17.3.2013 kl. 22:43
Já Ómar og fá flugvirkja til að greina sjúkdóm hjá Degi B Eggertssyni eða nánum ættingja hans og leggja á ráðin um lækningu. Það væri alla vega ekki lakari útkoma úr því, en að fá lækni til að skipuleggja flugvelli og aðflug að þeim.
Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 23:20
Rétt að virkja alla góða kosti til góðra verka!
Ómar Bjarki Smárason, 17.3.2013 kl. 23:45
Einn vina minna var með ágætar vangaveltur um þetta mál. Fæ þær lánaðar sem innlegg:
"Verðmiði á nýjum flugvelli er á bilinu 20 til 40 milljarðar króna. Lokun núverandi flugvallar losar um rúmlega 130 hektarar af byggingarlandi. M.v. að hver lóð sé að meðaltali 0,1 hektar (1000 fm) þá verða til 1300 lóðir. Hver lóð þarf því að skila 15 til 30 milljónum bara til að standa undir nýjum flugvelli. Í dag selur borgin lóðir fyrir 13 milljónir til að standa undir gatnagerð og lögnum. Leiða má líkur að því að lóðir í Vatnsmýri muni kosta 30 til 45 milljónir. Eru tryggt að það séu kaupendur að þessum lóðum m.v. þessi verð?"
Umshugsunarvert.
Guðmundur Steingrímsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 08:26
Takk fyrir þetta Guðmundur, athyglivert. Í beinu framhaldi má svo velta fyrir sér; hvað borgaði Háskólinn í Reykjavík fyrir sína lóð? Strandlóð með góðu útsýni. Vill einhver upplýsa það?
Benedikt V. Warén, 18.3.2013 kl. 08:37
Ég held að HR sé að leigja aðstöðuna sína, og leiguverðið er hátt að mér skilst :)
Garðar Valur Hallfreðsson, 18.3.2013 kl. 08:53
Sæll Garðar. Einhver á eða leigir lóðina undir HR. Gaman væri að vita hvaða verðmiði er á lóðinni pr. m2. Þá væri auðveldara að atta sig á verðmæti Vatnsmýrarinnar.
Best væri þó, ef flugvöllurinn verður flæmdur í burtu, að koma Vatndmýrinni í uprunalegt horf og hafa þar griðland fyrir pöddur, gróður og fugla, hverra elítan í 101 ber hag svo mikið fyrir brjósti, - sérstklega ef einhversstaðar þarf að virkja.
Benedikt V. Warén, 18.3.2013 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.