9.3.2013 | 13:49
Eiðar: Þjónar það flugöryggi að ljósin séu biluð langtímum saman?
Þetta er frétt í Austurfréttum (http://www.austurglugginn.is sem er eftirfarandi:
"Íbúar á Eiðum eru óhressir með ljósabúnað í langbylgjumastri Ríkisútvarpsins á Eiðum sem sé alltaf í ólagi og valdi þeim óþægindum. Annað hvort verði að setja upp búnað sem virki eða finna mastrinu annan stað fjær mannabyggðum.
"Íbúar á Eiðum eru óhressir með ljósabúnað í langbylgjumastri Ríkisútvarpsins á Eiðum sem sé alltaf í ólagi og valdi þeim óþægindum. Annað hvort verði að setja upp búnað sem virki eða finna mastrinu annan stað fjær mannabyggðum.
Þetta kemur fram í áskorun sem fjórtán íbúar á Eiðum hafa undirritað og send er sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði, RÚV, Flugmálastjórn og ISAVIA. Þar segir að ljósabúnaður í mastri langbylgjusendisins hafi nær stöðugt verið í ólagi undanfarinn áratug.
Viðgerðir eins og þær sem fóru fram a.m.k. í tvígang á nýliðnu ári virtust ekki duga nema í örfáar vikur. Jafnvel ekki heilan mánuð.
Bilun lýsir sér þannig að ljósin fara úr takti og byrja að senda út leiftur á fullu afli eftir að dimmt er orðið. Þetta er vægast sagt hvimleitt og truflandi.
Ljósunum var komið fyrir á sínum tíma að kröfu flugmálayfirvalda. Það er því vægast sagt undarlegt ef það þjónar flugöryggi þegar sum ljósanna eru biluð langtímunum saman, meðan hin senda út á allt of miklum styrk og úr takti.
Skorað er á flugmálayfirvöld, RÚV og Fljótsdalshérað að finna varanlega lausn á málinu. Við sem búum hér í næsta nágrenni við þetta mannvirki unum þessu ekki lengur. Enn ein viðgerðin sem dugar ekki nema í mánuð er engin lausn.
Annað hvort verður að skipta um búnað og setja upp annan sem uppfyllir þær kröfur sem gera þarf og er stöðugur, eða hreinlega að þessu mannvirki í heild sinni verður að finna annan stað fjær mannabyggð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.