8.3.2013 | 13:44
Af gefnu tilefni.
Matvælahneyksli skekur ESB löndin, þar sem hver matvælaframleiðandinn af öðrum hefur orðið uppvís að svindli og fölsun á innihaldslýsingu matvöru, þar sem hrossakjöt er notað í þá rétti, sem ekkert hrossakjöt eiga að innihalda.
Íslendingar hafa tekið þetta alla leið, það er ekkert kjöt í nautakjötsbökum og enginn hvítlaukur í hvítlauksrétti, skv. niðurstöðu Matvís fyrir skemmstu. Það er náttúrulega tær snilld.
Þá dettur manni eitt dæmi í hug.
Þú lendir í því að kaupa Svikinn Héra á veitingastað
Svikinn Héri inniheldur jafnan ekkert hérakjöt
Margrómað prósentusvindl getur einnig átt sér stað, þar sem ekki er alltaf allt sem sýnist í þeim æfingum
Þú spyrð vertinn hvort hérakjöt sé í réttinum
Veitingamaðurinn fullyrðir að svo sé, - 50%
Er annað kjöt í réttinum
Já, þetta er Svikinn Héri og við blöndum öðru kjöti saman við segir vertinn
Hvaða kjöt er það?
Hrossakjöt
Íhvaða hlutfalli?
50:50%
Einmitt, má treysta því?
Já þú getur treyst því 100%, það er einn héri á móti einu hrossi!
Já, - sæll
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.