6.3.2013 | 22:41
Minnimáttarkenndin þjakar ekki þennan mann.
Gaman, eða hitt þó heldur, að þurfa stöðugt að sitja undir svona gorgeir. Skilur maðurinn ekki að að hann fékk ekki umboð frá þjóðinni til að koma með þessar tillögur. Látum það nú vera, en þessi sibylja frá honum jaðrar við einelti gagnvart þjóðinni.
Geta fréttastjórar ekki sett á hann fréttabann? Það er hvort eð er ekkert nýtt sem frá honum kemur, alltaf sama tuggan.
Geta fréttastjórar ekki sett á hann fréttabann? Það er hvort eð er ekkert nýtt sem frá honum kemur, alltaf sama tuggan.
Þetta heitir valdarán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigi veit eg annað en að Þorvaldur Gylfason hafi unnið vel og af fullum heilindum í þessu máli.
Ertu að hvetja á ritskoðun og aukinni þöggun í samfélaginu Benedikt? Ætli þú myndir ekki verða nokkuð hvumsa ef einhver legði það til.
Vona þú áttir þig á þessu.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2013 kl. 12:30
Sæll Guðjón. Veit ekki um þig og þína eftirtekt, en mér er fullkunnugt um afstöðu þessa Þorvaldar.
Ég legg einungis það eitt til, að ekki sé leitað aftur og aftur til þeirra sem ekki geta hamið geðshræringu sína og að þeim sé ekki ítrekað hampað af fréttastofum, sem hafa almenning að fíflum með að birta sömu orðaleppana, hótunanir og illa rökstudd fúkyrði í garð almennings í landinu og Alþingis. Ég er fullsaddur að þannig einstaklingum, hvar í flokki sem þeir eru og slíkum fréttaflutningi. Ég sé það einnig á þínum skrifum að þér hugnast slíkt heldur, - þó jafnan í öðru sé.
Þá er ég ekki endilega að taka upp málstað Samfylkingarinnar né VG í því sambandi. Þeir eiga samt alla mína samúð í þessu máli sem og þú sjálfur ef þú skilur ekki hvað ég meina.
Benedikt V. Warén, 8.3.2013 kl. 14:03
Leiðrétting:
Ég sé það einnig á þínum skrifum að þér hugnast slíkt ekki heldur, - þó jafnan í öðru sé.
Átti það að vera
Benedikt V. Warén, 8.3.2013 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.