Þorvaldur Gylfason og skapari alheimsins

Þorvaldur Gylfason hefur af sérstöku lítilræði jafnan litið á sig sem jafningja þess, sem rétti Móse sáttmálann á Sinaífjalli (boðorðin 10), nema hjá Stjórnlagaráði voru boðorðin nokkuð fleiri og ekki jafn vel meitluð, hvorki í leir né mál.  Móse var að sögn, fjörutíu daga og fjörutíu nætur á fjallinu að semja við Guð sinn, en það lætur nærri að það sé sami dagafjöldinn og Stjórnlagaráð sat við sína iðju og hlustaði á Þorvald. 

Við hinir dauðlegu teljum hins vegar að hér sé um vinnuplagg að ræða, ekki sáttmála, sem krefst ítarlegrar yfirlegu og varfærni áður en endanleg útgáfa sér dagsins ljós.  Ítrekað hefur verið sýnt fram á það að margt mætti betur fara og annað þarf að skýra betur, til að ekki verði verr af stað farið en heima setið.

"Ef frestun stjórnarskrármálsins verður niðurstaðan eins og formaður Samfylkingarinnar lætur nú liggja að, kallar Alþingi yfir sig mestu vansæmd sögu sinnar allar götur frá 1845, ef ekki frá 930." er nú haft eftir Þorvaldi á Eyjunni.  Ekki er nokkur vafi að hér talar maður, sem ekki er þjakaður af mikilli minnimáttakennd.  Þó veltir maður fyrir sér, er þetta ekki sami maðurinn sem vildi borga ICESAVE?  Voru það ekki svik við þjóðina?  Er eitthvað að marka þennan mann?  Hvers vegna er fjölmiðlafólk sífellt að draga skoðanir hans fram?  Leiðrétting; það þarf ekki að draga skoðanir hans fram, þær koma, hvort sem manni líkar það betur eða verr.  En, - hefur einhver áhuga á þeim? 

Misjafnt er hvað telst jafnrétti, en það vefst ekki fyrir prófessornum og hér gefur að líta sýnishorn af tillögum Stjórnlagaráðs og ekki var annað að skilja á fréttum af prófessornum, að tillögur rásins hefði átt að leggja óbreyttar fyriri þjóðina í kosningu.

Eitt sýnishorn:

 "6.gr Jafnræði

Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

Hér er farið á hundavaði yfir jafnrétti og engar tillögur um hvernig ná á fram þessum jöfnuði, t.d. í búsetu.  Er það með endurgreiðslu til íbúa á afskekktum stöðum, svo dæmi sé nefnt eða með annarri prósentu á VSK-i og/eða tekjuskatti?

Annað: 

"39.gr. Alþingiskosningar

Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára.

Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt."

Hér vefst hins vegar ekki fyrir Stjórnlagaþingi að kveða skýrt að að vægi atkvæða skuli vera jafnt, enda 90% þingheims af stór-Reykjavíkursvæðinu, sem sogar til sín megnið af tekjum landsbyggðarinnar og síðan þurfa stjórnendur sveitarfélaga að fara sem beiningamenn og slíta út með töngum það sem margir Reykvíkingar kalla styrki út úr Jöfnunarsjóði.  

Hægt væri að leggja niður þann sjóð og Byggðastofnun, ef fjámunum yrði betur varið í því sveitarfélagi sem þeir verða til.  Þá mundi hægt og bítandi lagast íbúahalli landsbyggðar gegn Reykjavík.  

Fyrr en jöfnuði er náð í skiptingu fjárins, er tómt mál að tala um jöfnun atkvæða.  Í venjulegum hlutafélugum ræður eign hluthafa í hlutafélaginu, ekki höfðatala.  Auðvita ætti jöfnuðurinn að vera þannig í okkar "hlutafélagi", - Ísland ohf.

En hérna fer réttlætið verulega á skjön jafnréttishugljómun prófessorsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband