Virkjum Landsdóm.

Hafi einhvern tíma verið nauðsyn á því að til kanna hlítar vinnubrögð stjórnmálamanna við aðsteðjandi vá, þá er það núna. 

Við hrunið skipti sköpum hröð og fumlaus vinnubrögð.  Þau gátu verið röng, undir þeirri gríðarlegu pressu sem sett var á þáverandi stjórnendur þjóðarinnar.  Þá var lausnin að vinda hratt og örugglega ofan af því sem miður fór.

Nú eru aðrir tímar.  Sitjandi stjórnvöld hafa haft nægan tíma til að velta upp öllum möguleikum í stöðunni.  En, - merkilegt nokk.  Það tókst alltaf að velja verstu lausnina.

Hvar liggja mörkin um landráð?

Er það þegar stjórnmálaforingjar ljúga upp á þjóðina sakir, - sem enginn fótur er fyrir?

Er það þegar gjaldeyri þjóðarinnar er ítrekað hallmælt og rakkaður niður af kjörnum fulltrúum hennar?

Tel rétt að koma því afdráttarlaust inn í nýjar tillögur um stjórnarskrá, ábyrgð stjórnmálamanna og refsiramma sem grípa má til.
mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir hvað á ríkisstjórnin að biðjast fyrirgefningar? Fyrir að sitja uppi með Icesave samninginn frá 11.10.2008?

Ljóst var allan tímann að miklar vonir voru að útistandi kröfur þrotabús Landsbankans skiluðu sér. Af þeim ástæðum var reynt að fá betri samninga.

Við hefðum getað losað okkur við Icesave martröðina fyrir 3 árum og þá notið betri viðskiptakjara og lægri vaxta. Auk þess hefði hagvöxtur orðið meiri og erlendar fjárfestingar meiri.

Þetta Icesave mál hefur dregið þann dilk á eftir sér að hag heimilanna var fórnað á altari sýndarmennsku, áróðurs og lýðskrums. Því miður verður að segja þetta eins og er.

Sannleikanum kann hver að vera sárastur. Við græddum því miður ekkert á að vísa þessu í dómstólameðferð. Akkúrat ekkert.

Kannski við sitjum uppi með dýrustu stjórnarandstöðu fyrr og síðar!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mosi.  Þú skilur það hvort eð er ekki.  Bara tímasóun hjá mér að reyna að fjalla um það við þig.

Benedikt V. Warén, 4.2.2013 kl. 10:06

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lestu grein Írísar Erlingsdóttur í DV í dag, mánudag.

Finnst þér að eigi taka undir brennuvörgunum að álasa slökkviliðið og jafnvel láta handtaka það?

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2013 kl. 21:18

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mosi. Búinn að því. Hef lesið margar svona greinar sem eru því marki brenndar að standast ekki nánari skoðun. Þær ganga hins vegar vel inn í þá sem eru ekki endilega að leita sannleikans en þurfa andlega uppörfun fyrir sinn tapaða málstað.

Benedikt V. Warén, 5.2.2013 kl. 07:27

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Virekjum Landsdóm:

Að öllu gamni slepptu hvað áætlar þú að fáist mörg MW úr Landsdómi?

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2013 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband