10.12.2012 | 17:55
...sem þýðir einfaldlega það.....
....að Ísland getur á einni nóttu, gengið inn í ESB með því að afsala sér öllum réttindum og skriðið upp í hjá Dönum aftur.
Við lýsum því bara yfir að allt bröltið í Jóni Sigurðssyni, þið munið ruglaða kallinn frá Dýrafirði, eða þarna frá vestfjöðum einhversstaðar og var á framfæri Dana í mörg ár, hafi verið í tómu rugli og ekkert að marka hann.
Við vinnum málið á eftirfarandi hátt:
1. Sendum Össur á fund Þórhildar Margrétar danadrottningar
2. Hann bendi drottningu á að öll sjálfstæðisbarátta Íslendinga sé einn alsherjar misskilningur
3. Hann komi því á framfæri, að við viljum fá sömu stöðu og Færeyingar, - hjáleiga í Danaveldi
4. Danskan verði ríkismálið
5. Þjóðþingið verði í Kaupmannahöfn, enda nær Brussel
6. Tökum upp Dönsku krónuna, sem tengd er Evru
7. Sjoppan við austurvöll verður útibú og afgreiði styrki og bætur til íslendinga
8. Kjósum svo þrjá fulltrúa á danska þingið
Best af öllu er þó, að með þessu losnum við núverandi valdhafa
Þá getum við haldið blessuð jólin glöð í bragði, - eða hvað?
Skotland yrði utan Evrópusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Almenningur á Íslandi hafði miklu meiri réttindi þegar landið var með sameiginlegan konung með Danmörku. Hafði öll réttindi í Danmörku. það sem gerðist síðan þegar því konungssambandinu var rift í vitleysisgangi var að elítan hérna, eðalsjallar og eðalframarar, tryggði völd sín ínnanlands og gat farið sínu fram við að berja á almenningi.
það vr stór skref afturábak fyrir almenning að slíta konungssambandi við Danmörku og mestu mistök íslandssögunnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.12.2012 kl. 18:08
Ekki veit ég hvaða sögubækur þú hefur lesið Ómar, en samkvæmt þeim sem kenndar voru í barnaskóla, fyrir nokkrum áratugum síðan, þá var lífið hér á Íslandi ekki beinlínis neinn dans á rósum, undir valdi Dana.
Hafi réttur okkar verið sá sami og innfædra Dana, virðist sem illa eða ekkert hafi gengið að uppfylla þann rétt okkar. Auðvitað var þó kirkju- og höfðingjaveldið í góðum málum. Þar skorti ekki réttindin og forréttindin. En hinn almenni Íslendingur mátti sætta sig við ormað mjél.
Gunnar Heiðarsson, 10.12.2012 kl. 18:19
Ómar Bjarki. Ert þú hér með að upplýsa okkur um það, að þú viljir íslendingum að ganga Dönum aftur á hönd?
Benedikt V. Warén, 10.12.2012 kl. 18:26
Gunnar. Ómar Bjarki á ef til vill lóð vísa á Jótsku heiðunum.
Benedikt V. Warén, 10.12.2012 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.