Framtakssjóður fyrir Reykjavíkurvaldið.....

.....og slóðagangur stjórnvalda á þar stóran þátt í því að lítið sem ekkert má gera utan áhrifasvæðis rotþrónna í Reykjavík.

Þetta kallar á endurstokkun skattkerfisins.  Það er ekki nægjanlegt að jafna kosningarétt landsmanna á sama tíma og stórfellt misrétti viðgengst þar og skattlagning lansbyggðarinnar er langt fram úr því sem eðlilegt getur talist. 

Það er ósanngjarnt að stoppa eingöngu við þann þátt að jafna vægi atkvæða, það verður jafnframt að stokka upp og jafna öll lífsgæði eins og kostur er.  Jafnframt verður krafan sú, að raðstafa tekjum sveitarfélaga þar sem þeirra er aflað.  Verulega hallar á landsbyggðina í þeim efnum.

Á Austurlandi eru útflutningstekjur landsins um 22% tekna þjóðarbúsins.  Einungis búa þar um 12000 manns, eða um 4% þjóðarinnar.  Lítið brot af þessum tekjunum verða eftir í kjördæminu.

Óþolandi er að þurfa síðan að fara með betlistaf til Reykjavíkur og þurfa að slíta með glóandi töngum út það fjármagn sem landsbyggðamenn eiga rétt á í gegnum sjoppu sem heitir jöfnunarsjóður.

Krafan er því: Skipta þarf jafnt í öllu, ekki einungis því sem hentar sunnlendingum.  Skattar og skyldur verði eftir krónutölureglu og allir borgi jafnt í sameiginlegan sjóð.  Sveitarfélög innheimti alla skatta og greiði síðan í ríkissjóð eftir höfðatölureglu óháð stöðu einstaklings og aldri.

(Sjá meira um Framtakssjóð hér örlítið neðar.)


mbl.is „Strandaði á Framtakssjóðnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst eitthvað rotið við þetta mál.Ef að þetta er arðbært hlýtur að vera hægt að koma þessari verksmiðju á laggirnar.Getur ekki verið að þessi verksmiðja sem var í noregi sé sú eina sinnar tegundar.Óttast að áhugakeysið hafi eitthvað með Álandúð vinstri flokkanna að gera.Það vantar störf og þá á að skapa þau.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband