3.12.2012 | 15:43
Byrjað á vitlausum enda?
Við höfum ekki efni á að endurnýja tæki og tól sjúkrahúsanna.
Við höfum ekki efni á að borga læknum laun.
Við höfum ekki efni á borga hjúkrunarfræðingum laun.
Við höfum ekki efni á leggja í viðhald á byggingum í heilbrigðisgeiranum
Við höfum ekki efni á að halda opnum deildum á landsbyggðinni
Við höfum ekki efni á reka sjúkrabílaflotann
Einhverjir hafa ekki efni á því að hafa sjúkraflugvöll í Reykjavík.
Svona get ég áfram talið, það kemur því skemmtilega á óvart að:
Við höfum samt efni á að byggja yfir ónýt tæki örbirgðina í heilbrigðisstéttinni.
Er ekki íslenska fjármálasérfræðingastóðið dásamlegt?
Hvað höfum við lært á 2007?
Deildar meiningar um deiliskipulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.