Uppskerum í takt við það sem við sáðum

Kratakommisararnir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu Shengen samkomulag í kokteilpartíi, báðir með fulla rænu, - eða þannig sko.

Halldór Ásgrimsson kom síðan og staðfesti þetta "heiðursmannasamkomulag" með undirskrift sinni og varð þar með þáttakandi í þessum gjörningi.

Það hefur enginn viljað upplýsa hvað þessi flumbrugangur Þorsteins og Jóns Baldvins hefur kostað þjóðina í beinhörðum peningum.  Allir vita hins vegar um flæði ógæfumanna til landsins í  misheiðarlegum tilgangi.

það er því orðið löngu tímabært að endurskoða Shengen-samstarfið.
mbl.is Mafíur horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 12:56

2 Smámynd: Óskar

Í fyrsta lagi er þetta tómt kjaftæði í lögreglumanninum , hræðsluáróður a la sjallar enda Snorri sjálfstæðismaður.  Til hvers ættu mafíur að horfa á þetta örríki með 300 þúsund hræður og hér er nú ekki allt vaðandi í peningum.  Merkilegt með útlendingahatarana að þeir halda allir að skerið sé miðdepill alheimsins.  Staðreyndin er sú að afskaplega fáir, jafnt heiðarlegir sem óheiðarlegir hafa áhuga á þessum klaka og ef ekki væri fyrir EES þá værum við enn einangraðri og fátækari.

Óskar, 8.10.2012 kl. 13:41

3 identicon

Schengen er eitt besta vopn sem við höfum í þessari baráttu. Án Schengen hefðum nær eingöngu Interpol upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn. Schengen veitir okkur aðgang að öllum upplýsingum um þá sem eru á eða hafa einhverntíman komið á Schengen svæðið. Hvert einasta andlit er myndað og sett í gegnum Schengen gagnagrunn við komuna til landsins. Án Schengen þyrftum við að skoða hvert einasta vegabréf frá öllum löndum og treysta á glöggskyggni starfsmanna að lesa út hverjir eru varasamir. Án Schengen hefðum engar upplýsingar um hverjir teldust meðlimir samtaka sem lögregla í öðrum löndum hefur auga með.

sigkja (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 17:28

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Arion, Kaupþing, Landsbanki, Íslandsbanki, Glitnir, Avant, Lýsing, SP-Fjármögnun.

Við þurfum nú ekki miklar áhyggjur að hafa af útlendingum þegar það eru fyrst og fremst innlendir aðilar sem stunda hér skipulagða glæpastarfsemi.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2012 kl. 21:49

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ásthildur. Takk fyrir innlitið

Benedikt V. Warén, 11.10.2012 kl. 21:46

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Óskar. Þetta er ekki pólitískt samsæri sjálfstæðismanna, enda var ég ekki að leggja það til hér, að samstarfinu verði sagt upp, eingöngu að það verði endurskoðað í ljósi reynslunnar.

Bara svo það fari ekki á milli mála, held ég persónulega að þetta samstarf hafi ekki skilað tilætluðum arangri, en kostað Íslenska samfélagið stórfé.

Benedikt V. Warén, 11.10.2012 kl. 21:49

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

sigkja. Hvers vegna er Bretland ekki í Shengen? Þær ferðir sem ég hef farið milli landa, sé ég lítinn sem engan mun á landamæravörslu. Hvaða líkur eru á, að því verði hafnað að hafa ítarlegt samstarf við Shengen eins og við Interpol?

Eru það ekki einmitt lögreglumenn og tollverðir sem hafa staðið sig í stykkinu við að góma einstaklinga með fölsuð vegabréf sem eru að koma frá Shengen? Ekki gera lítið úr því.

Benedikt V. Warén, 11.10.2012 kl. 21:54

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur. Það hefur lítið með Shengensamstarf að gera, nema eingöngu að auðvelda þeim glæponum að valsa frjálsum um Shengensvæðið.

Benedikt V. Warén, 11.10.2012 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband