4.7.2012 | 10:52
Ógeðfelldar hótanir ESB verða viðvarandi.....
.....og þess vegna er löngu tímabært að þakka fyrir sig, slíta frakar viðræðum og kalla sendinefndina heim.
Nú er tímabært að snúa sér að því að byggja upp innviði þjóðfélagsins, efla atvinnulífið og laga stöðu heimilinna, - eins og kynntar voru í markmiðum Samfylkingarinnar, sem birtust almenningi fyrir síðustu alþingiskosningar.
Nú er tímabært að snúa sér að því að byggja upp innviði þjóðfélagsins, efla atvinnulífið og laga stöðu heimilinna, - eins og kynntar voru í markmiðum Samfylkingarinnar, sem birtust almenningi fyrir síðustu alþingiskosningar.
Sakar ESB um ógeðfelldar hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eða bara hreinlega reyna að semja við þessa aðila um skiptingu kvótans. Það þarf ekki alltaf að fara í hart.
Minnir mann á "Eigi skal velja frið ef ófriður er í boði" ... en svona hugsunarháttur á ekki að vera í siðaðra manna þjóðfélögum.
Hvað er að því að minnka kvótann tímabundið eða reyna að komast að samkomulagi.
Ok útgerðarmenn græða aðeins minna. Og tímabundið skilar sér minna í ríkiskassann. En varla er betra að fá á sig þvingunaraðgerðir eða annað í þeim dúr.
Semja bara sem fyrst!
Einar (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 13:13
Einar. Hvaða þvingunaraðgerðir?
Benedikt V. Warén, 4.7.2012 kl. 13:28
Mér líst betur á það sem Theodore Roosevelt sagði: "“If I must choose between peace and righteousness, I choose righteousness”"
Hægt er að fara rétt í þessu máli; en þegar verið er að kúga þjóðir með hótunum og höftum þá segi ég nei.
Rúnar (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 15:38
Sammála Rúnar. Er þó fyrir nokkru búinn að gera upp hug minn um að inn í ESB höfum við ekkert að gera.
Benedikt V. Warén, 4.7.2012 kl. 17:07
Það hefur verið talað um löndunarbann í einhverjum löndum innan ESB(ef ég man rétt), og/eða innflutningsbönn til einhverra landa. En það á sjálfsagt eftir að koma í ljós með þessu áframhaldi hvað það verður nákvæmlega. En það hljóta að hafa verið í gangi samningatilraunir undanfarið og það hlýtur að vera stefnan að reyna að komast að einhverju samkomulagi.
Það er talað um ofveiði á stofninum. - Þótt ég skilji vel að íslendingar vilji taka inn þessa auðlind sem er innan lögsögunnar og höfum við þannig séð rétt á því. En þetta er flókið mál og þetta eru flökkustofnar og því hljóta þau lönd sem um ræðir að geta komist að einhverri niðurstöðu þar sem allir geta gengið sáttir frá borði.
Einar (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.