Kunningjaveldi

Já sæll Jóhann.  Fyrr átti ég á dauða mínum von, en að þú fikraðir þig eftir þræði valdsins inn um dyr kunningaræðis og settist í dyngju kunningjaveldisins.

Er þetta ferli þitt ekki skilgreining þín á framsóknarmennsku. Shocking

En nú getur þú rýnt í íslenskt samfélag frá "réttu" sjónarhorni og skoðað hvernig viðskipti og stjórnmál hafa verið gegnsýrð af valda- og hagsmunatengslum, spilltum embættisfærslum, pólitískum stöðuveitingum og „vel heppnuðum“ tilraunum til þess að gera almannafé að uppsprettu auðs hjá einkaaðilum.

Kveðja úr spillingunni fyrir austan.


mbl.is Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Benedikt; æfinlega !

Ég hygg; að ég hafi vart, getað orðað betur, nokkra umsögn, um hið eiginlega eðli þessa spjátrúngs; Jóhanns Haukssonar, en þú gerir hér, Benedikt.

Með beztu þökkum; sem kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 20:41

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Óskar og þakka innlitið.

Mér er það skylt, vegna orða þinna um vel orðaða uppsetningu, að játa á mig ritstuld.  Þessi færsla, með smá ívafi frá mér sjálfum, er kynnig á bók Jóhanns,"Þræðir valdsins".  Gat ekki á mér setið að slengja þessu hér fram, - með örlítilli breytingu.

Góðar kveðjur úr Múlaþingi.

Benedikt V. Warén, 27.1.2012 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband