Þetta er ekki flókið.

Það er auðvita forseti vor, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem á að fara fyrir landsmönnum í þessu máli. Hann er með meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.

Stjórnmálamenn eru búnir sýna það og sanna að þeir eru aldeilis óhæfir að standa í þessu og traust þjóðarinnar liggur ekki hjá stjórninni, samkvæmt síðustu skoðunarkönnun.  Þeir eru búnir að skíta ICESAVE upp á bak á sér.

Eigi stjórnmálamenn að koma að þessu, verður það að vera að undangengnum Alþingis kosningum.


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri besta lausnin.  Ráðherrum þessarar ríkisstjórnar er ekki hægt að treysta í þessu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 14:41

2 Smámynd: Snorri Hansson

Frábær hugmynd Benedikt!

Snorri Hansson, 19.12.2011 kl. 15:01

3 identicon

Sammála Benedikt.

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 16:56

4 Smámynd: drilli

Hverskonar jábræðrasamkunda er þetta !

En ef sólkonungurinn skiptir um skoðun í miðju ferlinu? Maðurinn er þekktur vindhani og ALLTAF haldið því fram sem betur hljómar fyrir hann sjálfan í það og það skiptið. Og slíkt ólíkindatól er hann að ef hann sæi sér persónulegan hag í að vinna gegn þjóðinni og koma sér um leið í mjúkinn erlendis, þá myndi hann gera það. Svo þetta er einhver alvitlausasta tillaga sem þú hefur látið frá þér síðan ég fór að lesa bloggið þitt herra Pellemann.

Er vatnið að versna þarna fyrir austan eða ertu bara að verða elliær? ;-)

drilli, 21.12.2011 kl. 13:28

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mr. Drillimann. 

Það er háttur góðra, vel smurðra vindhana, að vita hvaðan vindurinn blæs.  Sé ekki betur en að þú hafir líka áttað þig á því.   Það er háttur góðara forseta að lesa í þjóðarviljann og taka tilllit til hans.  Þar sem þú ert búinn að "combinera" saman í eitt þetta tvennt, skil ég ekki ótta þinn.

Og ef þú heldur að Össur sé hótinu skárri ættir þú að fá þér einn kaldan, ........... beint úr krananum.  Skál og gleðileg Jól.

Benedikt V. Warén, 24.12.2011 kl. 08:47

6 Smámynd: drilli

Össur ?  nefndi hann ekki á nafn. Og nefndu hann ekki á nafn !
Einn kaldur úr krananum, það hljómar vel þó svo vatnið hafi verið betra úr Gvendarbrunnum en Gunnars Birgis "gott að búa" leiðslunum.

Gleðilegt nýtt ár ! og til hamingju með nýja strætóinn 

drilli, 30.12.2011 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband