23.11.2011 | 17:13
Skjaldborgin skelfilega í hnotskurn
Hvernig starfar þessi ríkisstjórn? Er hún í stríði við fyrirtæki í landinu? Er það rétta leiðin að leggja þannig álögur á starfsemi í landinu að hún leggist af? Er rétt að vera með íþyngjandi lagasetningar á einstaklinga og fyrirtæki? Eiga ný lög að rústa gerðum samningum? Eiga menn ekki að virða gerða samninga?
Er ekki orðið tímabært að leggja störf ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda? Höfum við mikið lengur efni á þessum stjórnvöldum? Þurfum við ekki að ná fram vilja þjóðarinnar til ESB? Þurfum við ekki að kanna hug þegna þessa lands til vinnubragða Samfylkingarinnar og VG vegna aðlögunar ESB regluverks.
Þjóðin er í tvígang búin að löðrunga þessa ríkisstjórn. Í tvígang hefur þessi ríkisstjórn verið gerð afturreka með samþykkt sína. Í tvígang hefur ríkisstjórnin farið fram með hótanir í garð þegna sinna.
Kosningar ættu að leiða í ljós fyrir hvað skjaldborg fólksins stendur.
Vonandi er skjaldborgin ekki um núverandi valdhafa.
Afleiðingar skattsins skelfilegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.