15.11.2011 | 14:36
Ísland í ríkjasamband við Færeyjar?
Athugasemdir
Stóriðjan fær ekkert frítt spil. Landið engin skattaparadís fyrir mengandi starfsemi
Steingrímur segir eðlilegt að skattleggja stóriðju hér á landi eins og gert er í öllum nágrannalöndum
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, gefur lítið fyrir ummæli forsvarsmanna stóriðju hérlendis sem kvarta yfir nýju kolefnisgjaldi og segja slíkt gjald gera samkeppnisstöðu Íslands að engu. Segir ráðherrann að enginn vilji gera Ísland að skattaparadís fyrir mengandi starfsemi og stóriðjan verði að greiða sitt eins og aðrir.
Fram hefur komið í dag í máli forstjóra Elkem á Íslandi að gjaldtakan þurrki ekki aðeins út allan hagnað fyrirtækisins næstu árin heldur komi einnig í veg fyrir að járnblendiverksmiðjan stækki eins og áætlanir geri ráð fyrir. Sömuleiðis óttast forstjóri Íslenska kísilfélagsins að gjaldið þýði að fjárfestar muni ekki taka þátt í frekari uppbyggingu hérlendis.
Umrætt gjald er kolefnisskattur sem frá og með næstu áramótum leggst á ýmsa framleiðslu og þjónustu en hingað til hefur slíkt gjald aðeins verið lagt á bensín og olíu.
Í samtali við RÚV segir Steingrímur að farið verði gaumgæfilega yfir allar mótbárur og gagnrýni en staðreyndin sé engu að síður sú að skattlagning vegna kolefnis sé minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Slík mengandi starfsemi sé orðin skattlögð víða og engir Íslendingar vilji að landið verði skattaparadís fyrir mengandi starfsemi.
„Og fyndist mönnum það sanngjarnt ef að innlendu atvinnugreinarnar sem fyrir eru, öll umferðin, sjávarútvegurinn, aðrir slíkir sem nota mikið af jarðefnaeldsneyti, að þeir borgi kolefnisgjald en þessi iðnaður sé algjörlega laus við það?“
Kristbjörn Árnason, 22.11.2011 kl. 23:27
Kristbjörn. Það er ekkert að því að skattleggja stóriðju. Það er hins vegar lítið viðskiptasiðferði að gera það eftirá. Samningar, sem eru komnir í höfn eiga að gilda, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Fjármálaráðherra Íslands á heldur ekki að gera lítið úr áhyggjum þeirra sem eru að reka fyrirtæki. Þetta eru ekki óvinir ríkisins. Orð skulu standa. Það verður Steingrímur J. Sigfússon einnig að skilja.
Hann er hins vegar einnota í stól fjármálaráðherra, en með fólsku sinni getur hann rústað orðspori landsins og þar með komið sjálfum sér í flokk útrásarvíkinganna með svikum og prettum. Ekki trúi ég því að hann vilji burðast með það á bakinu við starfslok sín. Orðspor landsins má ekki heldur við frekari áföllum.
Lög og reglur eiga að vera sanngjörn ekki íþyngjandi. Lög og reglur eiga ekki að vera afturvirk.
Þú sjálfur yrðir ekki glaður ef Steingrími J. dytti allt í einu það í hug, að allar íbúðir byggðar eftir 1945 bæru sérstakan jöfnunarskatt, ef þær voru ekki byggðar samkvæmt núgildandi vottuðum stöðlum um burðarvirki, einangrun og hljóðeinangrun.
Gjaldið væri 10% af fasteignaverði húsanna og innheimt vegna þess að byggingameistari hússins getur ekki lengu ábyrgst að húsið uppfylli téða staðla. Gjaldið tæki gildi um næstu áramót og færi stig hækkandi ár hvert, þar til þú hefur fært hús þitt í það horf, að það uppfylli þá staðla sem eru í gildi á hverjum tíma.
Fyndist þér þetta sanngjarnt?
Benedikt V. Warén, 23.11.2011 kl. 12:47
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Upptaka Evru og innganga í ESB.
Er ekki öll umræða á villigötum í þessu máli?
Er ekki til einfaldari leið?
Liggur hún ekki í gegn um Færeyjar?
Skil ekki að kratar séu ekki búnir að uppgötva hana fyrir löngu.
Nú er bara að hefja verkið:
1. Sendum Össur til Færeyja.
2. Hann bendi á að sjálfstæðisbarátta Íslendinga sé alsherjar misskilningur.
3. Látum hann stinga upp á að við sameinumst Færeyingum.
4. Leggi til að sameiginlegt þjóðríki beri nafnið Færeyjar.
5. Ísland verði þar með stærsta eyjan í Færeyjaklasanum.
6. Danskan verði ríkismálið.
7. Þórshöfn verði höfuðborgin (er nær Brussel).
8. Tökum upp Færeysku krónuna, sem er tengd DKK sem tengd er Evru.
Rúsinan í pylsuendanum; - við losnum við sitjandi ríkisstjórn Íslands.
Er þetta ekki nákvæmlega það sem allir vilja?