Þar sem háir hólar, - hálfan þingmann fylla.

Ef þessi jarðgöng verða grafin núna, munu þingmenn vera að endurskilgreina hvað kallast eigi fjallvegir á Íslandi. 

Með því að samþykkja að grafa göng undir Vaðlaheiðina, sem ætlað er að leysa af hólmi þann gríðarlega farartálma norðlendinga, - Víkurskarð, eru ný viðmið sett um hvað skal flokkast sem fjallvegur.  Víkurskarð er um 325 metrum yfir sjó.  

Þá hljóta sömu þingmenn, hér eftir, vera að stuðla að því að jarðgöng skulu grafin, ef fjallvegurinn er 325 metrum  yfir sjó eða meira. 

Ekki trúi ég öðru en að þetta gildi utan Eyjafjarðasvæðisins einnig.  Á Austurlandi lítum við björtum augum til framtíðarinnar. 

Ný göng milli Vopnafjarðar og Héraðs, Seyðisfjarðar og Héraðs, göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, ein milli Eskifjarðar og Héraðs, milli Djúpavogs og Héraðs og undir Lónsheiðina.

Hélt að það væri langt til kosninga, en samt virðast sumir þingmenn vera að komast í kosningagírinn, - fullir áhuga á verkefninu.....skál....! 



mbl.is Framkvæmdin sjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

ja nú erum við sammála félagi. Mæl þú manna heilastur.

drilli, 9.11.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Drilli, - nú er ég aldeilis í vondum málum.  Kíktu inn á http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1203254/ 

Benedikt V. Warén, 9.11.2011 kl. 23:28

3 Smámynd: drilli

Þú mátt ekki gera grín að þessu mofi-fólki.

Það er bara svona. Hvers vegna er ekki gott að vita.

Ég er reyndar 9. dags premonisti en hef ekkert verið að flíka því.

drilli, 11.11.2011 kl. 01:40

4 Smámynd: drilli

Kíkti aftur á the mofo´s.

Er þetta lið allt meira og minna snargeggjað ?

drilli, 11.11.2011 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband