Léttir hjá samfylkingarfólki.......

.....að þurfa ekki að kjósa um toppana og geta þar með firrt sig allri ábyrgð á forustuliðinu.

Það er einnig mun heppilegra fyrir forustuna að ekki sé kosið.  Þá kemur ekkert upp á yfirborðið sem túlka má sem gagnrýni á hana.  Ekkert kemur fram er sýnir sundrungu, sem gæti birst í formi auðra atkvæða og/eða að aðrir fengu atkvæði.  Það gæti einnig upplýst óþægilegan sannleika um að viðkomandi væri ekki jafn vinsæll í hópnum eins og ítrekað er gefið í skin. 

En, - auðvita skapar þessi aðferði minni leiðindi hjá söfnuðinum.  Í lokin hverfa kjörnir fulltrúar glaðir á braut, fullir sjálfumgleði og sjálfsblekkingar um að allir séu sáttir við þá og þeirra gjörðir.  Þetta leiðir til þess að menn/konur fari heim, án þess að líta í eigin barm og án þess að íhuga hvað betur mætti gera, hvar mætti skerpa áherslur og hvar þyrfti skjóta frekari stoðum undir. 

Svona ráðstefnur skila litlu, skerpa fátt.  Þær eru í besta falli leið til að kitla hégómagirnd nokkurra einstaklinga, sem eru þó oftast uppfullir af henni fyrir. 
mbl.is Dagur sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband